17.7.2025 | 11:42
Jaguar: Kanarífuglinn í kolanámu bílaiðnaðarins?
Fyrir mitt leyti segi ég nei takk við allri pólitískri rétthugsun, þar sem reynt er að stýra því hvað ég má segja og skrifa, hvernig ég á að klæða mig, hvað ég má borða og hvort ég eigi að keyra díselbíl eða rafmagnsbíl. Stæði valið milli þess að velja milli sprengihreyfils og rafhlöðu þá yrði Greta Thunberg líkleg til að lýsa vonbrigðum með mitt val með orðunum "How dare you?"
Þrátt fyrir þrálátar sögusagnir um alls kyns framleiðslugalla meðan Jaguar var enn breskt fyrirtæki, þá dreymdi bílaáhugamenn um að eignast slíkan bíl með öskrandi kraftmikla bensínvél og stökkvandi kattardýri fremst á húddinu. Sá draumur okkar hélt lífinu alveg þangað til nýir stjórnendur Jaguar ákváðu að henda ímynd bílsins á ruslahauganna og endurhanna ímyndina á nýjum grunni í anda "vókismans". Afleiðingarnar eru dapurlegar fyrir alla þá sem enn hugsa hlýlega til fornrar frægðar Jaguar: 97,5% söluhrap í Evrópu úr 1.961 seldum bíl í apríl 2024 til 49 seldra bíla í apríl 2025. Í dag segir svo Daily Mail frá því að félagið sé að segja upp 500 starfsmönnum ... auðvitað algjörlega ótengt "vel heppnaðri" markaðsherferð Jaguar.
Go woke, go broke.
Athugasemdir
Bíllinn lítur út eins og brauðrist, kostar formúgu - meira en sambærilegir, jafnvel betri bílar, og er rafmagns - sem allir eru búnir að gefast uppá.
Einu kaupendur rafbíla í Evrópu núna eru fyrirtæki sem fá þá niðurgreidda og magnafslátt.
Það er ekki fyrir venjulegan kaupanda að höndla afföllin.
Rafmagns-mótorinn leiðir af sér þá aukaverkun að það kemur ekki skemmtilegt urr þegar maður þenur vélina, ekkert drama, ekkert fjör.
Svo topp þeir allt með auglýsingu sem tilkynnir þér að bíllinn sé bara fyrir tranna.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.7.2025 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning