18.7.2025 | 11:58
Valkyrjurnar hafa ekki umboð til að gera Ísland að léni innan ESB
Í heimi nútímastjórnmála grípur fólk til afneitunar til að komast hjá því að þurfa að svara fyrir óþægileg mál. Komi síðar í ljós að viðkomandi stjórnmálamaður hefði átt að vita betur, þá er hægt að segja að þetta komi "mjög á óvart". Stjórnmálin líkjast sífellt meir lélegu leikhúsi þar sem handritið er óskrifaður spuni og leikararnir flestir fremur ósjarmerandi og leiðinlegir, sérstaklega "leiðtogar" ESB sem komist hafa til valda þar með því að klifra upp eftir bakinu á ráðamönnum í Þýskalandi og Frakkalandi, án lýðræðislegs umboðs.
Á Íslandi stöndum við frammi fyrir því að "valkyrjur" ríkisstjórnarinnar hafa fellt leikhúss-grímuna og afhjúpa nú daglega áhuga sinn á því að gera Ísland að léni innan ESB sem formlega mun lúta stjórn frá Brussel.
Öllum má þó vera ljóst að stjórnin hefur þegar verið flutt þar að stóru leyti, í bága við stjórnarskra Íslands, því með vísan til lagatæknilegra sjónarmiða og þess að EES samninginn beri að vernda hefur Alþingi opnað allar flóðgáttir fyrir innstreymi reglna frá ESB í íslenskan rétt og þar með heimilað ESB afskipti af íslenskum innanríkismálum, langt umfram það sem nokkur maður sá fyrir í upphafi, þ.e. við gerð EES samningsins. Allt þetta hefur gerst án nokkurrar raunverulegrar viðleitni til að aðlaga regluverkið íslenskum aðstæðum eða íslenskum hagsmunum.
Sú þróun sem hér hefur verið lýst felur ekki í sér lagalega hagræðingu, heldur er hér um að ræða kerfisbundinn flutning á lagasetningarvaldi úr landi. Í stað þess að standa vörð um íslenska réttarhefð og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar hefur Alþingi sætt sig við það hlutskipti að gerast nokkurs konar regluvörður við færiband erlendrar reglugerðarverksmiðju.
Um þetta mun ég nánar fjalla í grein sem birt verður í Morgunblaðinu á næstu dögum.
![]() |
Von der Leyen kvaðst ekki kannast við kröfuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning