Nei, hættið nú alveg

Höfum eitt á hreinu: EES samningurinn er viðskiptasamningur, ekki samningur um pólitískt bandalag við ESB.

Þorgerður Katrín og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni, alþingismenn og embættismenn íslenska lýðveldisins virðast þurfa að rifja þetta upp. Slík nauðsynleg upprifjun af þeirra hálfu myndi hlífa okkur hinum við því að þurfa að upplifa, sjá og skynja, óheilindin, baktjaldamakkið og leyndarhyggjuna sem virðist grassera bakvið tjöldin, sbr. m.a. þessa frétt. 

Um þetta og margt fleira ræddi ég í þessu útvarpsviðtali hér í gær, sem ég lauk með upplestri úr ljóði Davíðs Stefánssonar um friðarhugsjónina sem lýðveldið okkar var reist á. Lokaerindið er svohljóðandi: 

Svo viti það öll voldug þjóðabákn,

að vopnleysið er Íslands friðartákn,

þess mesta gæfa, guði vígður eiður,

gjöfin sem börnin erfa, landsins heiður,

bæn, sem flutt er til bjargar öllum lýðum,

bann sem er lagt gegn hnefarétti og stríðum,

örlaga spá, sem allar þjóðir varðar, 

hin æðsta hugsjón vorrar þjáðu jarðar.

 

Þótt Íslendingar hafi í trúgirni sinni fallið fyrir skrúðmælgi ríkisstjórnarflokkanna um plan og úrbætur, þá hafa orð þeirra reynst innantóm og loforðin strax svikin. Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að leiða okkur inn í annars konar - ólýðræðislegt - stjórnarfar, né skuldbinda okkur til að fylgja ESB inn á helveg alþjóðlegs vopnaskaks og hervæðingar. 

skuldbundin 

 


mbl.is Skuldbundin að fylgja stefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sammálaþér Arnar Þór þegar þú segir  ,,Höfum eitt á hreinu: EES samningurinn er viðskiptasamningur, ekki samningur um pólitískt bandalag við ESB.''Arnar Þór og takk fyrir að nenna þessari baráttu þeir kannski ná þér ekki eins og mér áð hafa voga mér að hafa þekkið þátt í taktu eftir lýðræðislegum gjörningi.

Ég þekkti svona menn í den sem vildu vel fyrir þjóðina til framtíðar ekki bara frá mér til mín pólitík .   

Heimastjórnasamtökin voru stofnuð 10.mars 1991 rétt fyrir kosningarnar af Stefáni Valgeirssyni, Jóni Oddsyni hrl, Tómasi Gunnarssyni hrl   og mörgun öðru góðu fólki. Þessir þrír vinir mínir sem ég vitnaði hér í fyrir ofan  eru fallnir frá.     

Málefnin voru mörg mjög góð eins og við vorum á móti væntnalegum EES samningi og Jón Oddsson talaði um EES samninginn eins og þú núna Arnar en tilgangurinn væri bak við tjöldin að ESB ætlaði sér að taka yfir pólitíkina hægt og bítandi

Ég reyndi að koma því að að bátar að 30 tonnum yrðu í sóknardagakerfi til að missa ekki tökin á byggðum landsins og getu þjóðarinar til að brauðfæða sig ef vá bankaði upp á  sem dæmi. Það dugði ekki til fengum innan við eitt prósent atkvæða og margir kjósendur hlóu og gerðu grín að okkur vegna árangursins í íslenskri pólitík. 

Fjölmiðlar gerðu allt í sínu valdi að tryggja að nýju framboðin fengu ekki athygli hjá þjóðinni og annað þjóðin vil ekki stjórnmálamenn sem sjá fram langt í tímann hugsar bara um sig í núinu ekki börnin eða barnabörnin  

Við í Heimastjórnasamtökunum kærðu RUV og fengu í framhaldinu að koma fram í útvarpi og Kastljósi. Stöð 2 var einkarekin fjölmiðil svo það var ekki hægt að taka á þeim með sama hætti og gert var við RUV sem er í eigu Íslensku þjóðarinar þá a.m.k. 

Gangi þér allt í haginn  vona að þú fáir öfluga með þér til að brjóta ísinn Ísland á það skilið

Baldvin Nielsen

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 29.7.2025 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband