Besta ráðið: Leyfum þeim að bragða á sínu eigin "meðali"

Í samfélagi þar sem öllu hefur verið snúið á hvolf er kannski ekki við öðru að búast en að vegvilltur almenningur slysist til að kjósa fólk sem kallar hið illa gott og hið góða illt, sem vilja gera myrkur að ljósi og ljós að myrkri. Íslendingar hafa kosið yfir sig ríkisstjórn sem talaði fjálglega um frið í aðdraganda kosninga en hefur lagt fram frumvarp að lögum um almannavarnir þar sem verið er að opna á möguleikann að láta Íslendinga gegna herskyldu í alþjóðlegu samstarfi, sbr. 45. og 46. gr. frumvarpsins. Í ljósi alvarleika málsins er mjög sérstakt að athugasemdir í samráðsgátt séu aðeins mögulegar þegar flestir Íslendingar eru í sumarfríi, þ.e. frá 8. júlí til 18. ágúst.

Ráðherrar í þessari sömu ríkisstjórn hafa orðið uppvísir að því að leyna Alþingi upplýsingum sem miklu skipta fyrir íslenskt efnahagslíf; semja án umboðs frá Alþingi um það að erlent ríkjabandalag marki stefnu í utanríkismálum Íslands (!); og leggja fram frumvarp um bókun 35 sem veikir íslenskt löggjafarvald.

En íslensk laga- og stjórnskipunarhefð á svar við þessu, sem er það að valdamenn skulu svara til ábyrgðar fari þeir fram úr valdheimildum sínum / brjóti lög / stjórnarskrá, sbr. m.a. lög um ráðherraábyrgð, því aðeins í ráðstjórnarríkjum eru valdamenn fríaðir frá ábyrgð gagnvart almenningi. 

Að láta menn taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum er mjög einfalt, auðveldar úrlausn um margt og leysir okkur undan því að hafa fólk í forystu sem hefur tilhneigingu til að segja ósatt. 

Til hliðsjónar bendi ég hér á frægt myndband af fyrirsvarsmanni félags sem framleiðir eiturblöndu sem notuð er á illgresi o.fl. sem þóttist kokhraustur (bókstaflega) geta drukkið vökvann ... þar til honum var boðið glas af hans eigin meðali. Með sama hætti væri upplýsandi fyrir íbúa í Ölfusi að sjá hvort Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, er í raun tilbúin að drekka vökvann sem flytja á inn til niðurdælingar í sveitarfélaginu, sem á íbúafundi fyrr á þessu ári fullyrti að hún myndi "alveg algjörlega" drekka glas af vökvanum þegar farmurinn kemur upp úr skipinu (tími ummæla 1:24:30).     


mbl.is Þungar áhyggjur á Íslandi og í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ákvæði 45. og 46. frumvarpsins til laga um almannavarnir eiga við um beiðnir og boð um alþjóðlega borgaralega aðstoð.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2025 kl. 19:39

2 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Sæll Guðmundur, þetta hljómar sakleysislega við fyrstu sýn en í reynd er verið að ryðja braut fyrir möguleikann að íslenskir ríkisborgarar verði kvaddir til þátttöku í alþjóðlegum aðgerðum undir því yfirskini að um sé að ræða borgaralega aðstoð, þegar aðgerðirnar geta þó samt sem áður verið hernaðarlegs eðlis. Frammi fyrir þessu mega Íslendingar ekki vera sofandi. 

Arnar Þór Jónsson, 30.7.2025 kl. 22:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Herskylda er ekki borgaralegs eðlis, samkvæmt skilgreiningu.

Ef almannavarnir hafa samband við mig og óska eftir aðstoð minni við borgarleg verkefni sem lúta að takmörkun skaða, björgunaraðgerðum eða slíku skal ég glaður taka vel í slíka beiðni ef ég get komið að gagni.

Ef almannavarnir hafa samband við mig og fara fram á að ég fari inn á vígvöll eða í sambærilegar kringumstæður þá er svar mitt að slíkt sé fyrir sérþjálfað fólk og því sé ólíklegt að ég geti komið að gagni.

Ég skal samt verja heimili mitt með öllum ráðum sem lög eða neyð leyfa enda liggur þar innsta varnarlína einstaklingsbundins fullveldis.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2025 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband