Lexía sem allir Íslendingar ættu að þekkja

Hér er lexía um alþjóðastjórnmál í boði viðskiptajöfurs að nafni Arnaud Bertrand, sem hann skrifaði á X.com eftir að gagnkvæmum tollahótunum milli USA og ESB lauk með fullnaðarsigri USA: "Ein af undirstöðureglum alþjóðastjórnmála er að veikleiki framkallar aðeins frekari yfirgang. Við lifum nú tímabil evrópskrar niðurlægingar." Íslendingar ættu að hafa drukkið þessa lexíu með móðurmjólkinni, því öldum saman bjó Ísland við erlenda yfirstjórn sem sýndi Íslendingum vaxandi yfirgang eftir því sem aumingjadómurinn hér varð meiri. Þegar ástandið var sem verst létu Íslendingar sér lynda að senda menn með bænaskjöl til konungs um lagalegar úrbætur fyrir landið. Nú horfum við upp á það í beinni útsendingu að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands haga sér eins og fulltrúar ESB gagnvart Íslandi en ekki fulltrúar Íslands gagnvart ESB, sbr. utanríkisráðherrann, sem hefur orðið uppvís að því að leyna almenning upplýsingum um fyrirhugaða refsitolla ESB á kísilmálma og auk þess skuldbundið Ísland til þess að laga utanríkisstefnu sína að stefnu Evrópusambandsins. Eins og Stefán Einar Stefánsson o.fl. hafa bent á, þá hefur ráðherrann gert þetta án samráðs við Alþingi. Með framgöngu sinni hefur ríkisstjórnin sett varnarsamning okkar við USA í uppnám og afleiðingarnar birtast m.a. í þessari tollahækkun úr 10% í 15%. 

Í stað þess að gagnrýna framgöngu utanríkisráðherra hafa fyrirsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi tekið upp á því að hrósa henni, Ólafur Adolfsson í gær með því að segja hana hafa verið "ærlega" á þingnefndarfundi og nú formaður XD með því að segja hana standa sig vel með því að segja HIÐ AUGLJÓSA að tollahækkanir á kísilmálma samræmist ekki EES samningnum. Allt þetta fólk virðist vera sammála um að eina "planið" sé að senda utanríkisráðherrann með bænaskjal til ESB um lækkun!

Með svona "sjálfstæðismenn" á Alþingi er sjálfstæð þjóðarinnar í mikilli hættu. Vafalaust hafa þau sínar ástæður fyrir því að ganga ekki of hart fram gagnvart Viðreisn. En pólitískir hagsmunir Sjálfstæðisflokksins af því að geta átt samstarf við Viðreisn á síðari stigum verða að víkja fyrir frumskyldu flokksins, sem er sú að verja fullveldi og sjálfstæði Íslands. Það gera talsmenn Sjálfstæðisflokksins ekki með því að bera blak af ráðherrum sem grafa undan lýðveldinu.

 

 


mbl.is Tollar á vörur frá Íslandi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Því miður, þá virðist sama hugsun gilda um marga Sjálfstæðisþingmenn líkt og aðra vera sú að hver sé sjálfum sér næstur og í sönnum anda máltækisins - If you cant beat them, join them - og þegar að hillingum um virðulega stöðu í paradís embættisaðalssins í Brüssel og ljósrauð framtíð í vellystingum nánast í sjónmáli, þá má gleyma öllu þessu Eldgamla Ísafold og Fósturlandsins Freyju bulli - því þá brýtur víst nauðsyn lög.

Jónatan Karlsson, 1.8.2025 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband