5.8.2025 | 09:09
Hverjar eru líkurnar?
Í gær skrifaði dyggur lesandi þessa bloggs athugasemd þar sem m.a. var vitnað til eftirfarandi orða Krists: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu." (Mt. 24:4). Eftir lestur athugasemdarinnar ákvað ég að láta loks af því verða að lesa þá bók sem Jesús vitnaði einna oftast til, þ.e. Jesaja. Þar las ég í gærkvöldi aðvörun til þjóðar sem snúið hefur baki við Guði og boð um að engin þjóð skuli reiða sverð að annarri þjóð og "ekki skulu þær temja sér hernað framar", aðvörun til þeirra sem tilbiðja falsguði, safna silfri og gulli og belgja sig út af innistæðulausum hroka. Svo las ég eftirfarandi setningu: "Harðstjóri þjóðar minnar er drengur og konur drottna yfir henni. Þjóð mín, leiðtogar þínir leiða þig afleiðis og villa fyrir þér veginn." Hversu sérstakt er þá ekki að vakna að morgni og lesa í Morgunblaðinu að ríkisstjórn kvenna undir forystu forsætisráðherra með drengjakoll sé að villa um fyrir þjóðinni og draga hana um borð í sökkvandi skip, án hennar samþykkis?
Guð veri með ykkur í dag og hjálpi okkur öllum að breyta rétt og forðast villu.
![]() |
Umsóknarferlið óformlega hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning