6.8.2025 | 08:34
Hvað býr í þögninni?
Skýrasta birting þess heljartaks sem RÚV hefur á huga landsmanna kristallast í fréttastefinu sem heyra má hljóma út um (allt of marga) eldhússglugga í hádeginu og á kvöldmatartíma. Með hliðsjón af þessu er engin furða að mörgum reynist (ennþá) erfitt að tengja saman mismunandi atriði og sjá stærri mynd / skynja hvert straumurinn liggur. RÚV gerir a.m.k. enga tilraun til að skýra hvað gæti mögulega skýrt framgöngu núverandi (og síðustu) ríkisstjórna sem grafið hafa undan íslensku lýðræði með framsali valds til erlendra stofnana; sem gerst hafa fulltrúar ESB gagnvart Íslendingum í stað þess að vera fulltrúar Íslands gagnvart ESB; sem kastað hafa olíu á ófriðarbál erlendis, keypt vopn og nú lagt fram frumvarp sem opnar fyrir að Íslendingar verði skyldaðir til þegnskylduvinnu á átakasvæðum; sem leyft hafa innflutning erlendum úrgangi til förgunar hér; sem þrengt hafa að málfrelsi; sem stutt hafa og styðja enn við að erlendar stofnanir (ESB, WHO, SÞ) taki stefnumarkandi ákvarðanir um innanríkismál hér - og utanríkisstefnu Íslands.
Allt verður skiljanlegra þegar slökkt er á RÚV og horft annað. Hér er eitt nýlegt dæmi um heimildamynd sem gæti reynst hjálpleg til að skynja og skilja þau öfl sem leynast í bakgrunninum og vinna leynt (og ljóst) að eflingu miðstýrðrar alþjóðlegrar yfirstjórnar á kostnað þjóðríkisins, lýðræðis, málfrelsis, réttarríkis o.fl. Hér er önnur slík mynd, af nógu er að taka.
P.S. Til staðfestingar á þeirri dauðaþögn sem ríkir hjá RÚV um starfsemi (og starfshætti) Alþjóðaefnahagsráðsins / World Economic Forum / WEF, þá geta menn leitað að þessum orðum á vefsíðu RÚV og fundið (eins og ég) 3 eða 4 fréttir (!) á meðan erlendir fjölmiðlar hafa birt hundruðir frétta af því sem fram fer á fundum þeirra í Davos og víðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning