7.8.2025 | 09:54
Jæja krakkar ...
Hér er frétt sem þið heyrið ekki á RÚV eða öðrum íslenskum fjölmiðlum sem troðfylltu öll vit Íslendinga af gagnrýnislausum hræðsluáróðri 2020-2023: Covid-19 var ekki stórhættuleg drepsótt.
- Þetta má víða fá staðfest, nú síðast í tölfræðilegum upplýsingum frá Norður-Írlandi sem staðfesta að hlutfallslega sárafá dauðsföll voru skráð með C-19 sem einu dánarorsökina (sjá mynd).
Norman Fenton, heimsþekktur stærðfræðingur og tölvunarfræðingur, með sérþekkingu á áhættumati, líkindareikningi og orsakasamhengi, hefur ásamt öðrum skrifað heila bók um málefnið, en hann telur opinberar tölur nú benda til að raunveruleg dánaráhætta, aðeins vegna C19, yfir 5 ára tímabil hafi verið 1 af 7.000 (0,014%) Hann minnir á að upprunalegt áhættumat frá Imperial College, sem notað var til að réttlæta misbeitingu ríkisvalds í Bretlandi, Íslandi og annars staðar, geymdi áætlun um að meira en 1% bresku þjóðarinnar myndi deyja úr C19 aðeins á fyrsta árinu (!).
Fenton og meðhöfundar hans minna á að ekki ein einasta manneskja undir 38 ára aldri hefur nokkru sinni verið skráð með C19 sem einu dánarorsök. Í því ljósi eru menn vonandi tilbúnir nú til að endurskoða vilja stjórnvalda (og margra foreldra) til að dæla sprautulyfjum í ung börn.
Niðurstaðan er sú að C19 verður líklegast skráð á spjöld sögunnar sem mesta regin-hneyksli í sögu stjórnarfars, hagstjórnar, læknisfræðinnar, fjölmiðlunar o.fl. Margir munu þurfa að líta í eigin barm, ekki síst almennir borgarar sem lokuðu sig sjálfviljug inni í stofufangelsi vikum / mánuðum saman, gengu um með gagnslausar tuskur fyrir andlitinu og létu sprauta sig (aftur og aftur) með gagnslausum lyfjakokteilum sem sennilega gerðu meira ógagn en gagn.
Ágætur lesandi þessa bloggs skrifaði hér fyrir nokkrum vikum að það þurfi ,,ákveðna stærð til að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér". Vonandi hefur ,,sagnaþjóðin" íslenska andlega burði og siðferðilegt þrek til að horfa með gagnrýnum augum á það sem gerðist og eiga opna og einlæga umræðu um þann lærdóm sem draga má af þessu - og hvernig við getum betur varist því að viðlíka hystería endurtaki sig, því við einfaldlega höfum ekki efni á endurtekningu, hvorki efnahagslega né samfélagslega.
Athugasemdir
Dánartíðni af c19 í löndum sem voru með miklar takmarkanir, grímur og ýmis konar forvarnir, eins og Írland, er ekki mælikvarði á hættuna. Nær væri að skoða hvernig löndum þar sem varnir voru litlar eða engar vegnaði. Hvers vegna það er ekki gert skýrist af því að þær tölur koma mjög illa út fyrir þá sem lítið vilja gera úr hættunni. Og skýrir hvers vegna staðreyndarmiðaðir fjölmiðlar hundsa þessar vafasömu reikningskúnstir.
Glúmm (IP-tala skráð) 7.8.2025 kl. 13:14
Þú ættir að ganga í sértrúarsöfnuð þeirra sem trúa gagnrýnislaust öllu sem þeir heyra í ríkisstyrktum fjölmiðlum. Þú getur skoðað t.d. Haiti. Þar voru menn lítið að stressa sig á þessu og fáir sem létu sprauta sig, en dánartíðni var mjög lág. P.S. Tölur frá N-Írlandi eru ekki "reikningskúnstir" heldur bláköld tölfræði sem afhent var eftir að sett var fram beiðni á grundvelli upplýsingalaga.
Arnar Þór Jónsson, 7.8.2025 kl. 13:30
Þegar eitt og hálft ár (sept 2021) var liðið á faraldurinn á Haítí höfðu yfir 3% staðfest smitaðra látist af c19.
Tölur þurfa ekki að vera rangar til að hægt sé að draga af þeim rangar niðurstöður með reikningskúnstum sem eiga ekki við.
Glúmm (IP-tala skráð) 7.8.2025 kl. 15:14
Gloom, haltu endilega áfram í afneitun þinni og vertu sæll í þinni trú á að þú hafir forðast drepsótt með sprautunum. Ég held að 8. bústerinn sé nú í boði fyrir þig. Láttu þér líða vel.
Arnar Þór Jónsson, 7.8.2025 kl. 15:21
Bara svo því sé haldið til haga hér fyrir síðari tíma lesendur, þá bullar Gloom hér sem iðulega, því engar opinberar tölur eru til fyrir Haiti um dánartíðni smitaðara, en almennt í heiminum var hlufallið 0,1-0,5% sem er sambærilegt við flensurnar sem gengu yfir árin 1957 og 1968.
Arnar Þór Jónsson, 7.8.2025 kl. 19:12
Í dag er staðan þannig í Haiti að 34202 staðfest smit hafa greinst þar frá upphafi. 860 smitaðra hafa dáið eða 2,5%. https://coronavirus.jhu.edu/region/haiti
Í mars 2020 var lýst yfir neyðarástandi og lokuðu stjórnvöld skólum og mörgum vinnustöðum, settu á útgöngubann, lokuðu landamærunum og hvöttu almenning til að forðast sem mest annað fólk. Textílverksmiðjur opnuðu stuttu síðar með nálægðar takmörkunum á 30% afköstum og sett var á grímuskylda. Um það segir Arnar: "Þar voru menn lítið að stressa sig á þessu..."
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0277953623004331
https://data.who.int/dashboards/covid19/deaths?n=c&m49=332
https://www.reuters.com/graphics/world-coronavirus-tracker-and-maps/countries-and-territories/haiti/
https://covid.observer/ht/
Glúmm (IP-tala skráð) 7.8.2025 kl. 21:23
Reuters og Who hafa sýnt hverjir stjórna þar og eru ekki marktækar heimildir. Ef hins vegar er horft á opinberar tölur frá Haiti þá er þetta svarið:
Official data: In 2020, Haiti reported 236 COVID‑19 deaths (~20.6 deaths per million); in 2021, 537 deaths (~46.9 per million) Heimild: Health in the Americas+2healthdata.org+2.
Arnar Þór Jónsson, 7.8.2025 kl. 22:10
Það er grundvallaratriði þegar hætta sjúkdóma er metin, dánartíðnin, að nota rétt viðmið. Dauðsföll/smitaða en ekki dauðsföll/fólksfjölda. Það að einhver lifi sem ekki kemst í snertingu við smit segir okkur ekki að smit sé hættulaust. Það að dauðsföll voru fá þar sem varnir voru miklar og fáir smituðust segir okkur ekki að smit sé hættulítið... En því er vel hægt að ljúga að fólki með furðu góðum árangri.
Andlát aðeins vegna C19 voru mjög fátíð. Og andlát aðeins vegna svarta dauða, spænsku veikinnar, krabbameins, bílslysa, reykinga o.s.frv. eru/voru einnig mjög fátíð. Og andlát aðeins vegna bólusetninga nálægt því að vera engin síðustu 100 árin. Það er þægilegt þetta "aðeins vegna" þegar tala þarf niður hættu. Útilokar dánarorsakir sem orsakast af eða rekja má til X en eru ekki X.
Glúmm (IP-tala skráð) 8.8.2025 kl. 00:01
Samkvæmt ritrýndri grein sem fyrst var birt vorið 2020 og kom út í endanlegri útgáfu í júlí það ár, og síðan hefur verið birt í fréttabréfi WHO (sjá hér: 10.2471/BLT.20.265892) (hliðsjónargagn) og byggð er á stranglega rannsökuðum alþjóðlegs mótefnaalgengi (e. international seroprevalence) er miðgildis dánartíðni (e. median IFR) fólks á aldrinum 0-59 ára 0,035%, en af öllum íbúum jarðar falla 86% í þennan aldurshóp. Þetta þýðir að 6,8 milljarðar manna (af u.þ.b. 8 milljörðum) höfðu 99,965% líkur á að lifa af kórónaveirusmit.[1] Dánarlíkur fólks undir 70 ára aldri (median IFR) 0,04%. Rétt er að undirstrika að þetta er yfirlitsrannsókn (meta-analýsa) sem byggir á fjölda annarra greina og dregur niðurstöður þeirra saman. Tekið er fram að þessar tölur byggja á rannsóknum sem gerðar voru áður en byrjað var að sprauta með svonefndum covid-bóluefnum. Einnig er ástæða til að geta þess að ofangreindar tölur kunna að ýkja hættuna þar sem þær byggjast á tölfræði sem nær til heilbrigðra jafnt sem fársjúkra einstaklinga, en viðurkennt er t.d. að offitusjúklingar voru í miklu meiri hættu en einstaklingar í eðlilegum holdum.
[1] 0-19 ára ungmenni voru með og 99,9997% lífslíkur og 0,0003% dánarlíkur; 20-29 ára voru með 99,997% lífslíkur og 0,003% dánarlíkur; 30-39 ára voru með 99.989% lífslíkur og 0.011% dánarlíkur; 40-49 ára voru með 99,965% lífslíkur og 0,035 dánarlíkur.
Arnar Þór Jónsson, 8.8.2025 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.