8.8.2025 | 09:31
Eigum við að hlæja eða gráta?
Þessi upptaka fer nú með himinskautum á X (Twitter), en sést ekki annars staðar, en X er þyrnir í augum þeirra sem vilja ráða því hvað kemur fyrir sjónir almennings.
Á upptökunni segir Úrsúla, besta vinkona allra ráðherra í ríkisstjórn Íslands, við mótmælanda að hann ,,yrði handtekinn í Rússlandi" ... á meðan lögreglumenn handtaka hann og draga hann í burtu!
Þetta er ekki hægt að skálda. Við lifum í Orwellískum heimi og munum þurfa á öllu okkar sameinaða afli að halda til að afstýra því að núverandi ríkisstjórn takist að ljúka því sem hin fyrri var byrjuð á, þ.e. að innleiða hér Orwellískt stjórnarfar.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Arnar. Hvilikur gullmoli. Myndbandið sýnir betur en nokkur orð að "Actions speak louder than words."
Hvernig i ósköpunum er hægt að réttlæta undirlægjuhátt islenskra stjórnvalda við þessu sýndarlýðræð sem ESB er?
Ragnhildur Kolka, 8.8.2025 kl. 10:59
Þú hefur þá væntanlega einnig séð myndbandið þar sem Trump kissir fætur Musk og handtöku Obama. X, þar sem hugmyndaflugið fær óheft eitt að ráða.
Glúmm (IP-tala skráð) 8.8.2025 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning