Opin spurning

Fyrir þá sem hafa gaman af því að leggja saman tvo og tvo og telja sig hafa vitsmunalega burði til að draga rökréttar ályktanir, þá er hér verðugt umhugsunarefni:

Er mögulega eitthvert samhengi milli þess hvernig íslenskir stjórnmálamenn keppast við að innleiða hér heimsmarkmið SÞ (í stað þess að verja íslenska hagsmuni og íslenska menningu); auka áhrif ESB hérlendi m.a. með því að gengisfella Alþingi (í stað þess að annast löggjöfina sjálfir í samræmi við loforð sín til kjósenda), valdefla NATO og hækka sífellt fjárveitingar til stríðsrekstrar / vopnakaupa / heræfinga (í stað þess að vera málsvarar friðar og sátta); framfylgja stefnu WHO í heilbrigðismálum (í stað þess að reka sjálfstæða heilbrigðisstefnu út frá aðstæðum á Íslandi).... og þeirrar sjáanlegu þróunar að sömu stjórnmálamenn leiti skjóls hjá SÞ, ESB, Evrópuráðinu, WHO o.fl. eftir að stjórnmálaferillinn rennur út í sandinn?


mbl.is Kveður stjórnmálin og einbeitir sér að ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband