ESB ríkið Slóvakía vill að lög þeirra gangi framar ESB í mikilvægustu málum. Hvers vegna ætti EES ríkið Ísland að samþykkja almennan forgang ESB reglna?

Á sama tíma og kjörnir fulltrúar á Alþingi Íslendinga vinna að því að lögfesta frumvarpið um bókun 35 sem kveður á um almennan forgang EES réttar umfram íslensk lög ef þetta tvennt stangast á, þá hafa þau tíðindi orðið á meginlandi Evrópu að löggjafarþing Slóvakíu (sem á beina aðild að ESB) hefur samþykkt að breyta stjórnarskrá landsins í þeim tilgangi að styrkja hefðbundin gildi og verja menningararf Slóvakíu.

Með breytingunni er verið að treysta fullveldi Slóvakíu á sviðum sem varða grundvallaratriði menningar og siðgæðis, þar á meðal um verndun lífs og mannlegrar reisnar, einkalífs og fjölskyldulífs, sem og hjónabands og fjölskyldu. Stjórnarskrá Slóvakíu tekur nú fram að lýðveldið Slóvakía viðurkenni aðeins tvö kyn, karl og konu. 90 þingmenn af 99 sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna samþykktu breytinguna, vel meðvitaðir um að hún samræmist ekki trú öfgafullra vókista, sem vilja trúa því að kynin séu 37, né heldur búrókrata í Brussel sem telja stofnsáttmála ESB ganga framar stjórnarskrám ríkjanna.

Af stjórnarskrárbreytingunni leiðir ennfremur að foreldrar hafi frjálst ákvörðunarvald um hvort barn þeirra þurfi að sitja í kennslustundum þar sem farið er út fyrir skyldubundið námsefni, þar á meðal kennslu er varðar kynlíf og kynhegðun. Samhliða er lögfest karlar og konur skuli fá greitt á sömu forsendum fyrir sambærileg störf.

Ákvörðun slóvakíska þingsins er skiljanleg í ljósi forsögunnar um kúgun og undirokun sem Slóvakar hafa mátt þola í aldanna rás af hálfu Austurríkismanna, Ungverja, Þjóðverja, Rússa og nú ESB, þar sem Slóvakar hafa lengst af ekki fengið að ráða eigin för. Skilaboð þingsins i gær voru skýr: Við erum fullfær um að stjórna okkur sjálf. 

Athygli vekur að Slóvakía sem gerst hefur aðili að ESB skuli hafa þrótt til að verja sjálfstæði sitt í þeim málum sem meirihlutinn þar telur mestu skipta, á sama tíma og íslenskir þingmenn vilja að Ísland, sem aðeins tengist ESB á grundvelli samnings um efnahagslegt samstarf, samþykki almennan forgang reglna frá ESB án þess að leggja nokkuð á síg til að takmarka gildissvið slíks forgangs. Fyrir hvern eru þessir íslensku þingmenn að vinna?

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband