29.9.2025 | 18:41
Allir ánægðir, er það ekki?
Sjóari á fylleríi hefði ekki keypt hlutabréf í Play, en það gerðu ,,sérfræðingar" lífeyrissjóðanna. Eitt mega Íslendingar eiga: Við höfum sérstakt lag á að afhenda fólki peninga og völd, sem kunna hvorki með peninga né völd að fara. Fyrir vikið sitjum við uppi með ofvaxið ríkisbákn og ofvaxna lífeyrissjóði. Á báðum stöðum er fjármunum almennings sýnd lítil virðing. Skattpeningar Íslendinga eru notaðir til að kaupa vopn ,,í friðartilgangi". Lífeyrisgreiðslur eru notaðar til að fjárfesta í fyrirtækjum sem öllum heilvita mönnum er ljóst að eiga ekki framtíð.
Þá er nú gott að ríkið (og lífeyrissjóðirnir) annað hvort eigi fjölmiðla eða séu í aðstöðu til að hafa áhrif á það hvar fókus fjölmiðlaumræðunnar er hverju sinni, því meðan hægt er að halda almenningi uppteknum við að ræða það sem ekki skiptir máli, þá hafa menn ekki tíma til að taka þátt í pólitískri umræðu og veita aðhald. Fréttir af frægu fólki, beinar útsendingar frá boltaleikjum og ,,skemmtiþættir" í sjónvarpi þjóna mikilvægu hlutverki í þessu tilliti. Meðan almenningur getur notað sjónvarpið til að fá útrás fyrir alls kyns pirring og reiði, þá beinist hann ekki að þeim sem sitja við kjötkatla ríkisins og lífeyrissjóðanna.
![]() |
Birta lífeyrissjóður tapar 1,7 milljörðum á Play |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning