Við vatnaskil hljóta menn að ganga í lýðræðisátt, fremur en að stefna í átt að valdboði og skrifræði.

Stöðug útþensla EES réttar, sem saminn er af fjarlægum embættismönnum, er farin að kalla fram alvarlegar lýðræðislegar spurningar.
Lagasetning á að bæta hag þeirra sem eiga að búa við lögin, ekki þeirra sem semja lagareglurnar. Lög frá Alþingi eiga að bæta íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni ESB.
Ísland gekk í EES til að taka þátt í efnahagslegu samstarfi en ekki á þeim forsendum að við værum að ganga í einhvers konar stjórnmálabandalag, þar sem erlend yfirvöld eigi síðasta orðið á sífellt fleiri sviðum um hvaða lög gildi hér.
Hvers vegna vilja íslenskir stjórnmálamenn veikja stöðu Alþingis?
Hvernig sjá þeir fyrir sér að leiðrétta EES reglur sem eru Íslandi óhagstæðar?
Hvernig á Alþingi að færa slíkar reglur til betri vegar án þess að kalla skaðabótaskyldu yfir Ísland?
Hver er staða íslensks almennings í slíku valdakerfi?
Í alvöru lýðræði svara valdhafar til ábyrgðar gagnvart borgurunum og þar geta kjósendur kosið nýja valdhafa í stað þeirra sem bregðast. Við viljum ekki lúta fjarlægu, ólýðræðislegu valdi sem krefst þess að eiga hér síðasta orðið um þær reglur sem við búum við. Um þetta fjalla ég nánar í Morgunblaðinu í dag. [Smellið til að stækka / lesa].
mbl240224

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Eftir þetta sá ég annan engil stíga ofan af himni, og hafði hann mikið vald og jörðin ljómaði af dýrð hans.

Og hann hrópaði með sterkri röddu og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon (Brussel) hin mikla og orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla.

Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar (auðrónarnir) auðguðust af gnóttum munaðar hennar.

Og ég heyrði aðra rödd af himni, sem sagði: Gangið út, mitt fólk, út úr henni (ESB), svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar. Því að syndir hennar hlóðust allt upp til himins og Guð minntist ranglætis hennar.

Gjaldið henni eins og hún hefur goldið og tvígjaldið henni eftir verkum hennar, byrlið henni tvöfalt í bikarinn, sem hún hefur byrlað. Veitið henni eins mikla kvöl og sorg og hennar stærilæti og óhóf hefur verið.

Hún segir í hjarta sínu: Hér sit ég og er drottning, ekkja er ég eigi, sorg mun ég aldrei sjá. Fyrir því munu plágur hennar koma á einum degi: Dauði, sorg og hungur, og í eldi mun hún verða brennd, því að máttugur er Drottinn Guð, sem hana dæmdi. (Op. 18:1-8).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.2.2024 kl. 14:01

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Rebellion to tyrants is obedience to God

Þessi tilvitnun á forsíðu bloggs þíns mætti t.d. útleggjast sem ákveðin skilningur við andspyrnu Palestínumanna gegn miskunarlausu hernámi og landráni gyðinga á föðurlandi þeirra - ekki satt?

Ég tek sömuleiðis undir með öðrum skoðunum þínum varðandi augljós óheilindi Evrópusambandsins.

Jónatan Karlsson, 24.2.2024 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband