Við höfum ekki ótakmarkaðan tíma

,,Íslenska þjóðin verður öllum öðrum fremur, vegna smæðar sinnar, að geta byggt traust og vonir á hverjum einasta hlekk, hverjum einasta einstakling." Jóhann Hafstein, Þjóðmálaþættir (Almenna bókafélagið 1976), bls. 32. Þessi orð, sem ég rakst á í gærkvöldi, ríma vel við meðfylgjandi texta sem birtist á bls. 5 í helgarútgáfu Moggans. [Smellið til að stækka].mbl300324


Í forsetakjöri 1. júní nk. gefst Íslendingum einstakt tækifæri til að velja sér þjóðkjörinn forseta í beinni kosningu. Fáar þjóðir hafa tækifæri á slíku. Viljum við velja fulltrúa fjárhagslegrar / pólitískrar „elítu“ eða viljum við velja mann sem er óháður slíkum öflum? Með framboði mínu vil ég veita Íslendingum tækifæri til að eiga rödd á ríkisráðsfundum og víðar, þar sem tækifæri gefst til að minna kjörna fulltrúa og ókjörna valdamenn á að það er þjóðin sem er hinn sanni valdhafi. Sá maður þarf að vera óháður flokksaga og kunna að standast hópþrýsting. Samviska hans og sannfæring mega ekki vera til sölu. Þetta þarf að vera maður sem þorir að tjá sannfæringu sína óttalaust. Þessi maður þarf að treysta sér til að efast þegar allir aðrir virðast sannfærðir. Ég treysti mér til að gegna þessu mikilvæga hlutverki og vona að Íslendingar treysti mér til þess einnig.


Bloggfærslur 30. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband