Stjórnvöld eiga að vera undir smásjá borgaranna, ekki öfugt

Það er auðveldara að glata frelsinu en að endurheimta það.

Í lýðræðislegu samfélagi eru stjórnmálin vettvangur samræðu og jafnvægisstillingar. Einstefna í þjóðfélagsumræðu raskar þessu jafnvægi. Þess vegna eru þöggun og ritskoðun brot gegn lýðræðinu. Fámennisstjórn / sérfræðingastjórn er sömuleiðis í andstöðu við lýðræðislegt stjórnarfar. Umræða síðustu daga, austan hafs (Lockdown files í Bretlandi) og vestan (Twitter yfirheyrslurnar í fulltrúadeild USA), afhjúpar samkrull stjórnvalda, sérfræðinga og fjölmiðla. Dæmin sem þar eru dregin fram undirstrika nauðsyn þess að stjórnarfarið sé gagnsætt og sæti aðhaldi. Slíkt aðhald er best sýnt með málefnalegri gagnrýni. Þess vegna eigum við að ýta undir umræðu, ekki berja hana niður; leyfa fólki að hugsa upphátt, en ekki banna frjálsa hugsun.

Heilbrigðar efasemdir á ekki að banna heldur hvetja fólk til að spyrja góðra spurninga. Við erum öll samverkafólk í sannleiksleitinni.

Þetta og fleira var rætt þessu viðtali í Bítinu í morgun

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband