Um lýðræðið

Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að minna þingmenn og ríkisstjórn á að þeirra hlutverk er ekki að láta hávaðamenn stýra för og ekki að hlýða þeim sem hæst hafa.

  • Þegar heykvíslarnar eru komnar á loft þurfa aðrir að vera tilbúnir til að standa vörð um réttarríkið og meginreglur þess, þ.á m. um það að enginn sé sekur þar til sekt er sönnuð.
  • Útgangspunktur í siðmenntuðu samfélagi hlýtur að vera að við treystum öðru fólki og göngum ekki út frá því að öðrum gangi illt til.
  • Við hljótum að vilja að menn séu metnir út frá mannkostum en ekki út frá útliti. Og við viljum standa vörð um borgaraleg réttindi sem á síðustu árum hefur verið sótt að úr ólíklegustu áttum, þ.m.t. tjáningarfrelsi, fundafrelsi o.fl.
  • Við eigum að verja rétt fólks til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, þ.e. að búa ekki við það að annað fólk eða stjórnvöld þvingi þig í tiltekna átt með vísan til útlitseinkenna þinna eða skírskotunar til „heildarinnar“ og „hópsins“.
  • Halda ber ríkisvaldinu í skefjum. Í því felst ekki síst að ríkið haldi sig við grunnhlutverk sitt, þ.e. að sinna innviðum og öryggismálum. Í þessu sem öllu öðru ber valdhöfum að stjórna með samþykki borgaranna en ekki með þvingunum, hótunum eða valdbeitingu.
  • Stjórnmálamenn er ekki kosnir til að ganga gegn þeirri stefnu sem þau buðu sig fram til að halda og verja.
  • Hlutverk stjórnmálamanna er að þjóna almenningi, ekki skipa okkur fyrir.
  • Göfugasta hlutverk laga er að verja frelsi fólks, ekki að skerða það.  

Lýðræðið er stjórnskipulega varin leið hins almenna borgara til að eiga þátt í ákvarðanatöku sem snýr að honum sjálfum. Lýðræðið miðar að því að kjörnir fulltrúar meirihlutans taki ákvarðanir en þó þannig að það ákvörðunarvald sé skýrt skilgreint og afmarkað, auk þess sem umboðið er tímabundið / afturkræft.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband