28.4.2023 | 11:30
Grundvallaratriði til umhugsunar
Sú atburðarás sem lýst er í þessari frétt er með nokkrum ólíkindum. Geta kjósendur Sjálfstæðisflokksins lesið þetta án þess að finna til vantrausts gagnvart sínum eigin þingmönnum? Hvaða pólitíska öfugstreymi veldur því að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokks skuli nú leggja fram og keyra áfram frumvarp sem miðar að því að veikja Alþingi og fullveldisrétt Íslands? Hvers vegna liggur svona mikið á að koma málinu í gegnum þingið? Hvaða undirmál valda því að málið var sett í hæsta forgang hjá utanríkismálanefnd í fjarveru formanns nefndarinnar?
Sem betur fer virðist þó a.m.k. einn sjálfstæðissinni vera eftir á þingi, þótt hann sé samkvæmt þessu ekki að finna í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Jónsson (VG) er sonur Jóns Bjarnasonar sem stóð vaktina þegar draga átti Ísland inn í ESB í eftirmálum bankahrunsins. Bjarni á hrós skilið fyrir að koma aga á starf utanríkismálanefndar að nýju, hægja á ferlinu og beina því farveg skynsamlegrar yfirvegunar.
Til umhugsunar
Hvaða hagsmunum þjónar það annars að íslensk þjóð afsali sér nú fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti og lýðræðislegum stjórnarháttum? Þjónar það hagsmunum íslenskrar alþýðu? Íslenskra heimila? Íslenskra fyrirtækja? Eða þjónar það kannski fremur hagsmunum embættismanna, erlendra stórfyrirtækja, hagsmunum fjölmiðlamanna, eða sérfræðinga og fræðimanna?
Samantekt
Frammi fyrir því sem hér er að gerast er vert að minna á að Íslendingar hafa aldrei samþykkt að gerast hluti af evrópsku sambandsríki. Þetta er grundvallaratriði.
Íslenskir ráðamenn hafa ekki fengið neitt umboð til að gefa óformleg loforð gagnvart erlendum kollegum eða erlendum embættismönnum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa aðeins trúnaðar- og hollustuskyldur við umbjóðendur sína, þ.e. íslenska kjósendur, til að vinna að þeim stefnumiðum sem þeir voru kjörnir til að framfylgja. Enginn ríkisstjórnarflokkanna hefur lýðræðislegt umboð til að skerða vald Alþingis og færa Ísland lengra undir áhrifavald ESB.
Bókun 35 frestað í utanríkismálanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.