Robert Kennedy yngri

Snúast stjórnmál nútímans aðallega um átök milli hægri og vinstri? Eða getur verið að átakalínurnar séu nú skýrastar á milli þeirra, annars vegar, sem vilja verja lýðræði, valddreifingu og borgaralegt frelsi og svo þeirra, hins vegar, sem vilja koma á rafrænu, miðstýrðu og samþjöppuðu ólýðræðislegu stjórnkerfi?

Þeir sem telja að síðarnefnda lýsingin sé nær raunveruleikanum gætu haft gagn af því að horfa á þetta merkilega viðtal Mark Steyn við Robert F. Kennedy yngri.

Menn þurfa ekki að vera sammála öllu sem RFK segir, en málflutningur hans snertir sannleikstaugina hjá bæði demókrötum og repúblikönum. Í viðtalinu gagnrýnir hann m.a. það að milljarðamæringar sem funda í Davos noti fjármuni sína til að seilast til áhrifa og valda í ríkjum sem á ytra byrði vilja kallast lýðræðisleg. Með vísan til sögunnar ætti það að hringja viðvörunarbjöllum þegar horfið er frá valddreifingu og stýrt í átt til miðstýringar, þegar valdi er þjappað inn á gólf hjá örfáum alþjóðastofnunum í stað þess að efla lýðræðislegar stofnanir um allan heim. RFK hefur áhyggjur af þeirri eftirlitstækni sem ríkisstjórnir og stórfyrirtæki sækjast eftir að nýta sér til að þrengja sér inn í einkalíf fólks og stjórna okkur. Hann varar við vaxandi og raunverulegri alræðishættu af stærðargráðu og umfangi sem mannkynið hefur aldrei áður staðið frammi fyrir, þar sem aðgengi fólks að þjónustu, fjármagni, heilbrigðisþjónustu, menntun o.fl. verður háð því að menn hafi „réttar“ pólitískar skoðanir.

Sjón er sögu ríkari

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband