31.5.2023 | 16:45
Stálhöndin strýkur þér um vangann (2)
Fyrirsögnin, sem sótt í fyrri bloggfærslu, er of góð til að vera einnota. Meðan öfugþróun stjórnarfars í átt frá frjálslyndi til ofríkis heldur áfram, þá er réttara að nota þessa fyrirsögn sem þema til að lýsa þeirri óheillaþróun sem við blasir.
Gáfaðri menn en ég, þar á meðal C.S. Lewis, hafa hvatt okkur til að varast ,,velviljaða harðstjóra", þ.e. þá sem með vísan til ,,umhyggjusemi" eru tilbúnir að beita valdi til að geta ,,haft vit fyrir okkur".
Á þessum grunni er verið að leggja skatta á flugferðir, leggja höft á notkun jarðefnaeldsneytis, banna díselbíla, hefta tjáningarfrelsið (undir merkjum ,,hatursorðræðu"), skikka alla í samræmda lyfjagjöf, berjast gegn sykri með skattlagningu og framselja lýðræðislegt vald í hendur ókjörinna sérfræðinga.
Í veröld sem verður ,,ný og góð" víkur enginn frá línunni sem vægðarlausu góðmennin hafa lagt, því öllum hefur verið kennt að ,,hugsa rétt".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.