21.7.2023 | 09:33
Þekktu andstæðing þinn
Í ljósi yfirlýsts vilja sumra íslenskra stjórnmálamanna, jafnvel sumra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að færa Ísland í síauknum mæli undir áhrifavald ESB, hef ég hvatt til þess að menn kynni sér tilurðarsögu og markmið ESB. Þá sögu hef ég m.a. rakið í þessu minnisblaði til utanríkismálanefndar Alþingis. Auk þess má hér, hér, hér, hér og hér lesa aðvörunarorð mín gegn því að Íslendingar grafi með þessum hætti, að óþörfu, undan fullveldi sínu, veiki Alþingi og höggvi á lýðræðislega rót þeirra laga sem okkur er ætlað að búa við.
Kínverski hershöfðinginn Sun Tzu sagði nauðsynlegt að þekkja andstæðing sinn. ESB sjálft býður fólki í gestastofu (European Parliament´s Visitor Centre) þar sem m.a. má finna þessa tilvitnun til þess að fullveldi sé rót alls hins illa en að það mein megi ,,lækna" með því að setja löndin undir eina alríkisstjórn (sjá mynd). Vandinn er sá að samhliða veikingu á fullveldi aðildarríkjanna hefur risið upp miðstýrt og ólýðræðislegt skrifræðisbákn sem nú má teljast vera orðið sjálfstæð ógn við frelsi manna og þjóða. Sjaldgæfa en hreinskilna lýsingu á gervilýðræðinu sem þarna er stundað má heyra í þessari ræðu pólska þingmannsins Legutko, þar sem hann flytur það sem hann kallar ,,hinn bitra sannleika" á tveimur mínútum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.