Verið hrædd, verið mjög hrædd

Elstu ,,stjórnvitringar" sem sögur fara af vissu að auðveldara er að stjórna óttaslegnu fólki en þeim sem búa yfir innri staðfestu. Hér verða ekki talin upp öll þau ógnvænlegu fyrirbæri sem áttu að vera löngu búin að eyða öllu lífi á plánetunni, allt frá nornum til halastjarna. Hér verður látið við það sitja að minna á, að áður en covid-sturluninni lauk hafði brostið á allsherjarstríð í Úkraínu sem Vesturlönd ,,yrðu að sigra" hvað sem það kostaði, því allt annað markaði endalok vestræns frelsis og lýðræðis. Og nú eigum við að vera dauðhrædd við sumarhita sem allt eru að drepa. Heimspressan hefur verið yfirfull af skelfilegum myndum frá Rhodos, enda stendur eyjan í ljósum logum, ekki satt? Fyrir þá sem hafa allt sitt vit frá ,,stórum og rótgrónum fjölmiðlum" sem Fjölmiðlanefnd (lesist: Ritskoðunarnefnd) telur besta mælikvarða góðs fréttaflutnings, þá er hér ábending um það hvernig þessir fjölmiðlar skekkja, bjaga og aflaga raunveruleikann til að fæla almenning til hlýðni og undirgefni. Svissneska vikublaðið Die Weltwoche birti í gær, 27.7., þessa upptöku svissnesks ferðamanns sem sýnir allt aðra mynd en heimspressan hefur haldið að okkur. Með eigin augum horfir hann á heildarmyndina og kveður upp sinn úrskurð: ,,Laut den Medien brennt ganz Rhodos...Wahnsinn der Scheiß, den sie uns erzählen." 

Áhugasömum er ennfremur bent á að lesa umfjöllun Dailý Sceptic um málið. (Varúð: Athugasemdir með fréttinni kunna að vera óritskoðaðar og ekki í samræmi við tilmæli Fjölmiðlanefndar. Lesendur verða að beita eigin hyggjuviti, dómgreind og skynsemi til að verða ekki ,,upplýsingaóreiðu" að bráð).   

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband