Undiraldan færist nær yfirborðinu

Í gær, 26.7., vitnuðu Staksteinar Morgunblaðsins til bloggfærslu minnar um bókun 35 og afleiðingar frumvarps utanríkisráðherra um það efni. Staksteinar 260723Af þessu tilefni vil ég láta koma fram, að tilvitnað orðalag um ,,nýmæli og tvímæli" er upprunnið frá góðvini mínum og fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Tómasi Inga Olrich. Líkt margir aðrir sannir Sjálfstæðismenn er Tómas Ingi gagnrýninn á fyrrnefnt frumvarp og telur að flokkurinn verði að rétta stefnuna ef ekki á illa að fara. Tómas Ingi man þá tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn stóð undir nafni og starfaði í anda sinnar góðu stefnu. Í samtali við mig sagðist hann ekki vilja trúa öðru en að ná megi flokknum á réttan kjöl. Saga hans og hugmyndafræðilegur styrkur eigi að verða flokksmönnum næg hvatning til dáða í þeim efnum. Ég læt þetta koma fram hér með góðfúslegu leyfi Tómasar Inga, sem er alls ekki feiminn við að tjá þessar skoðanir sínar og vinnur nú að ritun bókar þar sem þetta og margt annað verður reifað frá hans skýra sjónarhóli við Festarklett í Eyjafirði. En Tómas Ingi er ekki einn um gagnrýni sína, því á síðustu dögum hafa fleiri mætir menn brýnt Sjálfstæðisflokkinn til að huga að rótum sínum í stað þess að höggva í þær. Má í því samhengi benda á þessa brýningu Jóns Steinars Gunnlaugssonarviðvörunarorð Brynjars Níelssonar í gær, og nýlega áminningu frá Heiðari Guðjónssyni um þá ábyrgð sem hvílir á herðum flokksforystunnar.

Sá sem þetta ritar getur staðfest að þung undiralda er meðal þeirra sem aðhyllast borgaraleg gildi. Sem eitt dæmi leyfi ég mér að birta tölvupóst sem barst í gær og endurspeglar hugsun margra annarra. Þetta birtist hér óbreytt með góðfúslegu leyfi sendandans sem kýs þó nafnleynd (enn um sinn). 

,,Þeir hafa hækkað beina skatta (fjármagnstekjuskattur úr 20 í 22%) og stefna að annarri skattahækkun um áramót (skattar á fyrirtæki úr 20 í 21%).

Þeir hafa hækkað alla óbeina skatta, gjöld og álögur og bætt við „grænum sköttum“. 

Þeir hafa brotið öll loforð t.d. varðandi aukningu á kvóta til strandveiða og þora ekki að segja nokkurn skapaðan hlut við Svandísi Svavarsdóttur eftir að hún, bersýnilega án allra lagaheimilda, bannaði hvalveiðar.

Þeir hafa látið fullkomna kyrrstöðu í orkumálum sér í léttu rúmi liggja.  Orkuskortur yfirvofandi og enginn stendur í lappirnar.

Þeir hafa ekki staðið í lappirnar í útlendingamálum heldur létu duga að samþykkja ný lög sem taka engan veginn á vandamálinu. Embættismenn stjórna þessum málum í raun og veru.

Þeir eru að leggja fram frumvarp sem er stórskaðlegt, bókun 35. Enn frekara framsal á valdi til Brussel.

Þeir segja ekkert við framlagningu Willums á nýju frumvarpi til sóttvarnarlaga. Framsal á valdi til erlendra auðkýfinga.

Innviðir eru að grotna niður en á sama tíma standa þeir fyrir því að tvö ráðuneyti eru flutt í dýrasta skrifstofuhúsnæði á landinu, fyrr og síðar.

Landsbankinn, í eigu þjóðarinnar, byggði dýrustu höfuðstöðvar sem sögur fara af og á vonlausum stað.

Þeir eru að byggja nýjar skrifstofur fyrir þingið, þar sem ekkert er til sparað.  Sjálfumgleðin alls ráðandi.

Ekkert gert í því að lagfæra innviði fyrir ferðamennsku.  Ekkert gert í því að setja gjöld á ferðamenn, hvort sem þá sem koma með flugi eða setja alvöru gjöld á skemmtiferðaskip sem

Koma hingað og skilja ekkert eftir sig nema mengun og gjald til rútufyrirtækja sem aka þessum skipbrotsmönnum á ókeypis ferðamannastaði s.s. Gullfoss.

Það er ekkert að frétta.  Öll ljós kveikt en enginn heima.

Samfélagið og stjórnmálaflokkar þar með taldir eru hættir að þora að fylgja sinni stefnu og sannfæringu af ótta við viðbrögð „brjálæðinganna“ sem virðast fara með öll völd þar sem hæst í þeim heyrist.

Það gleymist að þetta er bara hávær minnihluti og að hin hjóði meirihluti er búinn að fá sig fullsaddann af þessu ástandi."

Svo mörg voru þau orð. Menn vonandi nota sumarið til að ná áttum og rétta kúrsinn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband