Ekki aftur

Góðu fréttrnar í þessari frásögn mbl.is eru þær að flestar þjóðir hafa (skiljanlega) fengið nóg af hræðsluáróðrinum og sýna engan áhuga á að fóðra WHO á upplýsingum sem kunna að verða notaðar til að réttlæta nýja innilokunarherferð: ,,aðeins 43 lönd, inn­an við fjórðung­ur af 194 aðild­ar­ríkj­um WHO, til­kynni um dauðsföll til stofn­un­ar­inn­ar og aðeins 20 veiti upp­lýs­ing­ar um sjúkra­hús­inn­lagn­ir". Vonda fréttin er sú að hér blasir við að yfirmenn WHO eru hvergi af baki dottnir. 

Í ljósi reynslu siðustu ára, þar sem alþjóðlegir og innlendir ,,sérfræðingar" héldu röngum, villandi og misvísandi upplýsingum að fólki, og nutu aðstoðar ríkisstofnana til að kæfa og berja niður gagnrýnisraddir og koma í veg fyrir frjálsa umræðu, þá tel ég að okkur starfi meiri ógn af sameinuðu valdi ríkis, alþjóðastofnana og lyfjarisa en af árstíðabundnum veikindum. 

Stöðugt fleiri eru að vakna upp við það að hafa verið hafðir að fífli með því að samþykkja fyrirvaralaust að hagsmunir ríkisins réttlættu aftengingu vestræns stjórnskipulags með öllu því valdboði, þvingunarráðstöfunum, eftirliti, ritskoðun og skoðanakúgun sem því fylgdi. Stöðugt fleiri átta sig á því að almenningur getur ekki leyft sér að treysta handhöfum ríkisvalds í blindni, að ríkið er ekki endilega vinveitt borgurunum og að embættismenn hafi margir hverjir brugðist skyldum sinum til að þjóna eigin hag. 

Til hliðsjónar bendi ég á tvær nýjar greinar eftir Geir Ágústsson á Krossgötum í dag og Jóhannes Loftsson í Morgunblaðinu í gær, en báðar greinar varpa sínu ljósi á það sturlunarkennda hugarfar sem sveif hér yfir vötnum sl. misseri.  

 


mbl.is Vara við Covid-19 fyrir veturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband