6.10.2023 | 19:41
Að gera sér grein fyrir stöðu sinni
Er við hæfi að forsætisráðherra herlauss ríkis, sem ekki þarf að senda unga menn út á vígvöllinn, skuli tala eins og hér er gert? Væri ekki nær að Katrín Jakobsdóttir stígi fram sem talsmaður sátta og friðar fremur en að hvetja til þess að ríki Evrópu haldi áfram að hella olíu á stríðsbálið? Hefur VG algjörlega slitnað af sinni pólitísku rót? Ef það er rétt að sérhver þjóð fái þá leiðtoga sem hún á skilið, þá hlýtur þetta viðtal að vera til marks um að við Íslendingar þurfi að vakna af þyrnirósarsvefni og taka til heima hjá okkur áður en við förum að hvetja til þess að garðar annarra þjóða séu sprengdir í tætlur.
Áhyggjur af umræðu um stríðið í Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef sagt það áður og segi enn, þessi manneskja
er ekki í lagi og hefði aldrei átt að verða
forsætisráðherra enda í VG (vinstri geðveikir)
Vegna hennar og annarar dúkkulísu erum við íslendingar með
blóð barna og fjöldskyldna beggja megin við landamærin á höndum okkar.
Hvað varð um hlutleysið og Ísland úr Nató og engva hermenn og allt það.?
Algjörlega búin að snúa við blaðinu enda alinn upp af Steingrími J sem snerist
við á einum sólarhring eftir að hafa logið að þjóðinni forðum sem frægt er.
Vonandi lærir fólk af því að kjósa aldrei þennan flokk á þing aftur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 7.10.2023 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.