Sakleysið er heilagt, eins og lífið

Það fylgir því engin gleði að fjalla um málefnið sem var til umræðu í þessum útvarpsþætti fyrr í dag, en það þarf þó að gera. Öll menningarsamfélög sögunnar hafa glímt við stórar tilvistarspurningar svo sem hver við erum, hver sé tilgangur okkar og hvað tekur við að lokinni þessari jarðnesku tilvist. Með sama hætti hafa menn glímt við spurninguna um hver sé hinn rétti jafnvægispunktur milli ábyrgðar og frelsis. Öll stóru trúarbrögð mannkynsins virðast vera sammmála um mikilvægi þess að rækta beri dyggðir, en forðast lesti. Í þeim tilgangi hefur áherslan verið á það að hækka vitundarstigið, þannig að hið holdlega megi helgast og göfgast af hinu háleita og helga sem er heimur umhyggju og elsku. Maðurinn er andleg vera (e. spiritual), fær um að lifa vitsmunalífi og greina gott frá illu. Í almennu tali heitir það að maðurinn sé fær um að lifa siðferðilegu lífi, sem stefnir í átt til hins góða, sanna og fagra. Hluti af því er að leyfa sakleysinu að vara sem lengst, því sakleysið er heilagt, eins og lífið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Jesús sagði: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki.

Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma. Lúk. 18:16-17.

Látum oss því ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum, sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum, sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni. Hebr. 10:22.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 8.10.2023 kl. 19:44

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek undir með Guðmundi Erni, svar við spurningunni um tilveru okkar og tilgangi er að finna hjá skaparanum því að frá Honum erum við komin, Hann skapaði okkur eins og allt annað. Svör skaparans (Guðs) er að finna í Orði Hans, Biblíunni. Í Guðspjöllunum lesum við um líf og starf Jesú Krists og þar er að finna Orðin sem Hann talar til okkar og leiðbeinir okkur um lífsins veg. Hvað tekur síðan við er einmitt að finna í Orðum Jesú.

Það væri okkur öllum heillvænlegast að taka Biblíuna í hönd og lesa lífsins Orð sem frelsar, leysir og læknar, þar er að finna frið og leiðsögn til betra lífs.

Ef við sem einstaklingar og þjóðin í heild sinni snéri sér til Guðs og Guðs Orðs myndi margt breytast til batnaðar á meðal þjóðar okkar.

GUÐ blessi Ísland.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.10.2023 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband