23.10.2023 | 08:45
Sóknarfæri í fjármálaráðuneytinu
Frá lýðveldisstofnun hefur íslenska ríkið belgst út og sú þróun heldur áfram með hverjum deginum sem líður. Til að fjármagna útþensluna og stjórnlausa eyðslu eru stöðugt lagðir á nýir skattar. Samhliða stöðugt meira eftirliti seilast útsendarar ríkisins æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Til að fjármagna allt það sem íslenskum stjórnmálamönnum dettur í hug að gera hafa verið búnir til fjölbreytilegustu skattstofnar. Dæmi:
Eignaskattur, tekjuskattur, virðisaukaskattur, bifreiðagjöld, olíugjald / bensínskattur, þinglýsingagjöld, erfðaskattur, áfengisgjald, tóbaksgjald o.s.frv. Nýjasta dæmið eru svokallaðir kolefnisskattar (!). Greiðslur í verkfallssjóði mætti kannski einnig hafa á þessum lísta, í ljósi þess að sumir telja sig eiga jafnari rétt til greiðslna úr slíkum sjóðum en aðrir.
Nýr fjármálaráðherra mun vonandi taka til hendinni í þessum efnum. Nýir vendir sópa best.
Athugasemdir
Sæll; Arnar Þór sem aðrir, þinna gesta !
Ertu ekki; full grínaktugur þarna, síðuhafi vísi ?
Fjögurra nafna fjármala ráðuneytis stýran; er bein
framlenging spila- gosans Bjarna Benediktssonar, og
þar með engra stórra breytinga að vænta, sem komið
gætu almenningi að gagni svo sjeð væri, að nokkru
leyti.
Hitt er reyndar rjett hjá þjer; að önnur eins forsmán
ráðstöfunar skattfjár borgaranna, hver sýnir sig upp
á hvern einasta dag, er með öllu óboðleg / sem og reyndar
verið hefur allar götur:: meira og minna, frá óheilla árinu
1944.
Líkast til; þyrftum við ekki, nema cirka 4 - 5 röska og
harðsnúna Færeyinga til þess, að koma hjer á einhverju
almennilegu skikki - ekki er svo mikils að vænta af þeim
mannskap sem nú situr alþingið, a.m.k.
Aulabárða stjórnarfarið hjerlenda; er alla vegana ekki á
nokkurn vetur setjandi - hvorki þann komandi nje aðra,
þaðan af.
Með beztu kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2023 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.