Fundur um WHO

Á sviði heilbrigðismála eru nú miklar breytingar í farvatninu. Þessar breytingar er verið að keyra á ógnarhraða í gegnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Breytingarnar eru gerðar í ört stækkandi skrefum og gert er ráð fyrir æ meiri inngripum WHO í stjórn þessara mála.  

Eins og ég les þetta nú munu breytingar sem gerðar voru hjá WHO á síðasta ári taka gildi 1. desember nk., þ.e. ef Alþingi hafnar þeim ekki. Þegar lagt er mat á stöðu Íslands í þessu samhengi er ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að forsætisráðherra landsins gegnir nú jafnframt stöðu sendiherra WHO. Í því ljósi er væntanlega sérstök ástæða fyrir landsmenn að vera á varðbergi og vera upplýstir um þá þróun sem er að eiga sér stað. Við höfum ekki mikinn tíma til stefnu, því lestin brunar sífellt hraðar: Breytingar sem nú er verið að gera nú á sáttmála WHO og alþjóðaheilbrigðismálareglugerðinni munu að öllu óbreyttu taka gildi eftir aðeins 10 mánuði. Þær breytingar eru til þess fallnar að gjörbylta öllu innlendu stjórnarfari til hins verra, t.a.m. með því að afnema öryggisventla stjórnarskrárinnar þegar yfirstjórn WHO kýs að lýsa yfir PHEIC (Public Health Emergency of International Concern). 

Hér er grafalvarlegt mál á ferð sem ráðherrar, alþingismenn, lögmenn, fjölmiðlamenn og allir áhugamenn um stjórnmál verða að þekkja til, því afskipta- og áhugaleysi er óverjanleg afstaða.

Ég býð öllum sem fræðast vilja nánar um þetta til fundar (á Netinu) síðar vikunni með James Roguski og Merryl Nass, en bæði hafi þau kynnt sér efnið mjög vel. Á tímum hjarðhugsunar og samstilltrar þagnar um alvörumál eru slíkar raddir dýrmætar og allt of sjaldgæfar. Áhugasamir geta sent mér póst á arnarthor@griffon.is Ég mun í framhaldinu senda út fundarboð með nánari tímasetningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Er einher stjórnmálaflokkur á Alþingi sem að hefur KJARKINN

til að sporna gegn ægivaldi New World  Order? 

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2294069/

https://frettin.is/2021/12/13/who/?fbclid=IwAR3TD4OpdtmvVOy8s492UMl9GYGHawImgcuqh-rl1pp27De0KUDUdrkpz7Y

Dominus Sanctus., 24.10.2023 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband