Er fókusinn á réttum stað?

Samkvæmt dagskrá Alþingis munu í dag fara fram umræður í þingsal um niðurgreiðslur nikótínlyfja o.fl. Á sama tíma halda fundarmenn á vettvangi WHO áfram að breyta og uppfæra svonefndan faraldurssáttmála WHO (e. Pandemic treaty), sem virðist eiga að búa til nýtt alþjóðlegt stjórnkerfi, þar sem vald verður afhent embættismönnum sem svara ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart kjósendum. Ein alvarlegasta hlið þessa máls eru áætlanir um stóraukið eftirlit og upplýsingasöfnun. Annað áhyggjuefni er rúmt svigrúm stjórnenda WHO til að lýsa yfir að faraldur sé brostinn á. Slík yfirlýsing mun veita WHO ráðstöfunarrétt yfir bæði fjármunum og bóluefnum, án þess að almenningur hafi nokkra leið til að koma böndum á þá valdbeitingu sem því fylgir. Við slíkar aðstæður stöndum við frammi fyrir hættu á alls kyns misbeitingu valds, mismunun, ritskoðun o.fl.who 1610

Eins og mál standa nú hafa einungis 3-4 þingmenn lýst áhuga á að sitja upplýsingafund um þetta nýja regluverk WHO sem felur í sér ögrun við lýðræðislega stjórnarhætti. Meðan Róm brann spilaði keisarinn á fiðlu. Vonandi verður ekki skrifað í sögubækur framtíðarinnar að á meðan öryggisventlar stjórnarskrárinnar voru aftengdir erlendis hafi íslenskir þingmenn verið uppteknir við að ræða um niðurgreiðslur nikótínlyfja. 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband