Endurtekið efni undir leiðsögn sömu sérfræðinga?

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er talað um fréttir frá Kína um nýjan öndunarfærasjúkdóm. Tilkoma sjúkdómsins er sögð vera dularfull og minna mjög óþægilega á upphaf Covid faraldursins sem brast á árið 2020. Í ritstjórnargreininni er skírskotað til þess að sífellt fleiri vísbendingar komi nú fram sem benda til að covid-veiran kunni að hafa verið manngerð. Þeir sem vilja lesa nánar um þetta mál og treysta sér til að endurmeta það traust sem viðkomandi kunna áður að hafa borið til stjórnvalda og sérfróðra embættismanna, þá er hér sannarlega skelfileg lesning í boði, sjá hér.

Upplýsingagjöf kínverskra stjórnvalda hafi verið mjög ábótavant, en WHO hafi alls ekki viljað beita Kína minnsta þrýstingi til að fá sannleikann fram. WHO hefur nú þegar endurtekið sömu stefin, sem reyndust svo gagnslaus í fyrri umferð, þ.e. um óvísindaleg fjarlægðarmörkgagnslausa og tilgangslausa grímuskyldu o.s.frv. Leiðarahöfundur Moggans spyr hvort nokkur maður muni treysta kínverskum yfirvöldum eftir fyrri afrek. Í grein sem birt verður á morgun mun ég spyrja hvort unnt sé að treysta WHO eftir fyrri afrek þeirrar stofnunar. Í ritstjórnargreininni er spurt: ,,Höfum við eitthvað lært frá faraldrinum 2020?". Þeir sem vilja rifja upp og leita svara við þeirri spurningu gætu haft gagn af þvi að horfa á þessa kaldhæðnu og flugbeittu samantekt um atburðarás og ,,ráðgjöf" ,,færustu" sérfræðinga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband