Nauðsynleg umræða um WHO

Málefni WHO eru (loks) komin á dagskrá fjölmiðla og alþingismanna. Nú í morgun fór þessi umræða fram í Bítinu á Bylgjunni. Þeir sem vilja heyra meira um þessi mál geta hlustað á lengri umræðu hér, sem útvarpað var í gær. Áhugasömum bendi ég auk þess á grein mína sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem ég fjalla um þetta sama mál og segi m.a.: mbl301123

,, [...] við megum alls ekki láta farsóttarsáttmálann villa okkur sýn, heldur beina sjónum okkar að þeim alvarlegu breytingum sem verið er að gera á reglum IHR. Þær breytingar munu ekki fara í gegnum hreinsunareld formlegs fullgildingarferlis heldur taka sjálfkrafa gildi hljóti þær samþykki einfalds meirihluta aðildarþjóða á þingi World Health Assembly sem haldið verður í maí nk. Á þessum vettvangi þurfa menn að standa vaktina og verja fullveldið, ellegar vera reiðubúnir að hafna breyttum reglum með beinni yfirlýsingu þar að lútandi. Vakandi hagsmunagæsla fellur undir starfshlutverk kjörinna fulltrúa. Fullveldisréttur þjóða er fjöregg þeirra og forsenda virks lýðræðis. Umræðu um þau mál á ekki að drepa á dreif eða reyna að jaðarsetja með órökstuddum fullyrðingum og óígrunduðum staðhæfingum. Ég skora á alþingismenn að kynna sér minnisblað sem ég hef unnið um þessi mál og sent verður þeim öllum síðar í dag. Þeirri hvatningu er sérstaklega beint til heilbrigðisráðherra og mun ég afhenda honum minnisblaðið í eigin persónu á fundi okkar í dag."

Minnisblaðið verður birt í heild sinni á þessari blogg-síðu eftir fund minn með heilbrigðisráðherra í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég styð þig 100%.

Er einhver alþingismaður/flokkur sem að er tilbúinn að taka upp hanskann fyrir þig á alþingi og tala þinni röddu þar? 

Dominus Sanctus., 30.11.2023 kl. 09:44

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sama hér. 100% stuðningur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.11.2023 kl. 19:12

3 identicon

100%

Ragnar G. (IP-tala skráð) 30.11.2023 kl. 20:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já 100% hér.

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2023 kl. 00:50

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Það þýðir líklega lítið að ræða þetta mál við ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast gleðjast yfir hverju tækifæri sem gefst til af afsala íslenskri þjóð fullveldi sínu til yfirþjóðlegs valds sbr. 3. orkupakka ESB og Bókun 35 við EES-samninginn. Hvað gerðist í Valhöll?

Júlíus Valsson, 1.12.2023 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband