Ferðast einhver til Dúbaí til að segja annað en hallelúja?

Hér er spurning sem einhver getur vonandi svarað: Hversu margir þeirra rúmlega 80 (!) fulltrúa Íslands á loftslagsráðstefnunni í Dúbaí ferðast alla þessa leið til að lýsa sjálfstæðri skoðun sem mögulega víkur frá rétttrúnaði loftslagskirkjunnar? Ef svarið við þessu er 0 væri gott að vita til hvers allt þetta fólk er sent á okkar kostnað hálfa leið í kringum hnöttinn. Ætli Bandaríkin sendi sama hlutfall fulltrúa á ráðstefnuna, þ.e. 80.000 manns? Varla þvi ráðstefnuna sitja ,,aðeins" 97.000 fulltrúar. Ef enginn getur nefnt til sögunnar einn einasta mótmælanda / yfirlýstan efasemdamann í hópi þessara 80 fulltrúa Íslands og ef enginn þeirra mun taka þátt í rökræðum á vísindalegum grunni um forsendur þess átrúnaðar sem þarna verður boðaður, þá verða skattgreiðendur væntanlega fyrir miklum vonbrigðum. Þá þyrfti fjármálaráðherra t.d. að svara fyrir það hvers vegna verið er að skrifa upp á ferðaheimild og dagpeninga fyrir allt þetta fólk á vegum hins opinbera. 

En þar sem ég reikna með að ráðstefnan muni fremur líkjast trúarsamkomu sanntrúaðra en ráðstefnu fólks sem mætir með opinn huga til að hlusta á ólík rök, þar sem ég reikna með að hallelúja og standandi lófatak verði algengara en hvassar rökræður og málefnaágreiningur, þá spái ég því að niðurstaðan verði í þessa átt: 

  • Auka verði eftirlit með litla fólkinu og litlu fyrirtækjunum
  • Fjölga verði lögum og reglum sem miða að því að ná fram markmiðum ráðstefnunnar
  • Þjappa beri valdinu betur saman, helst í eina miðstýrða alþjóðlega stofnun
  • Veita beri framkvæmdavaldi (lögreglu) í héröðum (þjóðríkjunum) meira svigrúm til valdbeitingar
  • Þrengja beri að fullveldisrétti þjóðríkja, samhliða því að þrengja að frelsi borgaranna til orðs og athafna
  • Tala fallega um mikilvægi lýðræðis (í orði), en þrengja að lýðræðinu í verki með því að sjá til þess að embættismenn fái aukið vald
  • Boða lausnir sem byggja allar á miðstýringu og að valdið eigi að koma ofan frá og niður en ekki úr grasrótinni og upp

Allar þessar áherslur samræmast vel þeirri hugmyndafræði sem svífa mun yfir vötnum á ráðstefnunni í Dúbaí, þ.e. sameignarstefnu (kommúnisma) í nýjum búningi, en sú stefna mun nú sem ætíð fyrr leiða til þess að auður og völd munu safnast á hendur æ minna hlutfalls samfélagsins og búa til stétt ofur-ríkra annars vegar og réttlausra öreiga hins vegar. 

Fyrir mitt leyti mótmæli ég að þurfa að taka þátt í að fjármagna þessa skrautsýningu embættismanna og flokksgæðinga.  

 


mbl.is Listi: Ríflega 80 fulltrúar Íslands fara á COP28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek undir mótmæli þín Arnar Þór. Það er skelfilegt að þurfa að fjármagna ferðir fjölda manns í þessum ömurlega tilgangi sem er til þess eins fallið að setja fjötur á frelsi mitt og allra þeirra sem ekki hafa trú á boðskap þessa safnaðar.

Það sama má segja um fjáraustur ríkisins í stríðs rekstur, vegna kaupa á "bóluefnum" sem veldur fólki skaða, kostnaður á uppihaldi svo kallaðra flóttamanna, kolefnisgjöld í vasa hinna ofurríku og svo ég tali nú ekki um RÚV sem er ein mesta falsfréttastöð sem til er.

GUÐ forði okkur frá skaðsemi þessara afla og

GUÐ blessi Ísland.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.12.2023 kl. 12:37

2 identicon

Takk fyrir þetta, verður varla betur sagt. Ríkissjóður er bara orðin að einhverju beitarhólfi fyrir þetta lið.

Óskar Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2023 kl. 14:39

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mótmæli stoða lítið.

Hvernig losnar maður við þessi sníkjudýr?  Þetta eru eins og einhverjar ódrepandi blóðsugur.  Þurfa ekkert að vinna, bara sjúga blóð allan daginn, öllum til ama.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.12.2023 kl. 19:35

4 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Það er 1. desember í dag.

Arnar Þór Jónsson!

Ég lít á þig sem spámann Guðs, sem Hann notar til að vara Íslensku þjóðina við, líkt og Samúel varaði Ísraelsmenn við að setja sig undir einvalds konung og glata þannig sjálfstæði sínu.

Því næst greindi Samúel fólkinu, sem hafði krafist konungs af honum, frá öllum orðum Jehóva og bætti við:

Konungurinn (SÞ, ESB, WEF), sem á að ríkja yfir ykkur, hefur þennan rétt:

Hann sækir syni ykkar, setur þá á stríðsvagna sína og hesta og þeir hlaupa á undan vagni hans. Hann gerir syni ykkar að liðsforingjum yfir þúsund mönnum eða flokksforingjum yfir fimmtíu.

Hann lætur þá plægja akra sína, vinna við uppskeruna, smíða vopn sín og búnað stríðsvagna sinna.

Hann sækir dætur ykkar til að búa til smyrsl, elda og baka.

Hann tekur af ykkur bestu landspildurnar, víngarðana og olíulundina og fær hirðmönnum sínum.

Hann tekur tíund af afrakstri kornakra ykkar og víngarða og fær hirðmönnum sínum og höfðingjum.

Hann sækir þræla ykkar og ambáttir, bestu uxa ykkar og asna og tekur til sinna nota.

Hann tekur tíund af fénaði ykkar og þið verðið þrælar hans.

Þá munuð þið kveina undan þeim konungi sem þið hafið kosið en Jehóva mun ekki bænheyra ykkur. (1. Sam. 8:10-18).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 1.12.2023 kl. 20:52

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Við getum reynt að horfa á þetta jákvætt
ef þessari STÓRU sendinefnd tekst að ná hagkvæmum olíukaups samningum við Sameinuðu arabísku furstadæmin
líkt og sannað hefur verið að er tilgangur gestgjafanna
þá gæti það komið út í góðum gróða fyrir okkur skattgreiðendur

Grímur Kjartansson, 1.12.2023 kl. 21:10

6 identicon

Sæll Arnar

Ef þú hefðir haft fyrir því að kynna þér málið þá myndir þú vita að fulltrúar ríkisins, starfsmenn ráðuneyta og stofnana eru 15 talsins. Restin af sendinefndinni eru frá atvinnulífinu og þeir greiða sjálfir fyrir sín ferðalög og stt uppihald. Einbeittu þér bara að því að vera lögmaður og hlífðu okkur fyrir þessu bulli!

Haukur (IP-tala skráð) 1.12.2023 kl. 21:32

7 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Haukur, listinn er birtur með fréttinni. Það er ekkert mjög flókið að renna augum yfir hann og telja. Í fljótu bragði sérðu á 5. tug ,,fulltrúa" frá ríki og sveitarfélögum. Ef þú telur að þrír fulltrúar Orkustofnunar séu ,,frá atvinnulífinu" þá hefurðu sennilega verið of lengi í Austur-Þýskalandi eða Norður-Kóreu. Var ykkur ekki kennt að telja þar? Þar fyrir utan er nokkuð ljóst að fyrirtækin eru flest á feitum styrkjum úr opinberum sjóðum. Þessi bransi er ekki sjálfbær annars og mun molna undan eigin þunga daginn sem stjórnmálamenn hætta að moka í þetta úr sjóðum almennings. 

Arnar Þór Jónsson, 1.12.2023 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband