14.3.2024 | 15:37
Rödd fólksins í landinu
Á þessu stigi er ferð okkar um landið í raun undirbúnings- og könnunarleiðangur til að heyra hvað fólkinu í landinu liggur á hjarta. Í þessari viku fórum við norður í land, um Borgarnes, til Sauðárkróks, um uppsveitir Skagafjarðar, til Húsavíkur og um Mývatnssveit, um Ásbyrgi, til Kópaskers og Þórshafnar. Bændur og iðnrekendur voru heimsóttir víðs vegar á þessari leið. Þegar öllum þessum samtölum er púslað saman birtist rauður þráður:
Íslendingar hafa áhyggjur af þróun landsmála, þar sem óstjórn ríkir í stórum málum samhliða kæfandi ofstjórn á öðrum sviðum. Valdamenn eiga ekki að þjóna eigin hag, heldur fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga ekki að víkja sér undan ábyrgð með því að láta embættismenn taka ákvarðanir. Íslendingar kæra sig ekki um stjórnarfar þar sem embættismenn eru settir í hlutverk stjórnmálamanna og stjórnmálamenn koma fram eins og embættismenn. Verktakar, bændur, kjötiðnaðarmenn, útgerðarmenn o.fl. sitja undir sífellt þyngra regluverki, eftirliti, skýrsluskilum, sköttum og gjöldum. Reglurnar eru samdar af fólki sem skortir innsýn í veruleika vinnandi fólks og skilur ekki rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Ofstjórn í bland við óstjórn er görótt uppskrift og óheilnæm.
[Myndin er frá Þórshöfn, þar sem allt er með myndarbrag og bæjarstæðið fallegt].
Athugasemdir
sérðu það ekki sem vandamál að þú hefur allann þinn feril verið þjónn valdstjórnarinnar (deep state) ?
Axel Pétur Axelsson, 14.3.2024 kl. 18:00
Gott að vita að raddirnar fyrir norðaustan eru í sama dúr og sunnlendinga a.m.k. það sem ég heyri þegar ég kemst á mannamót.
Þakka fyrir þennan ferðapistil; vonandi verðurðu á Egilsstöðum bráðum.
Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2024 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.