7.4.2024 | 09:57
Þjóðarskútan þarf styrka stjórn
Þjóðarskútan er í raun forn-grísk myndlíking til að lýsa þjóðlífi og stjórnmálum: Skipseigandinn er holdgervingur almennings, stór og sterkur, en skammsýnn og ekki vel að sér í siglingafræðum. Skipverjarnir , deilugjarnir og fákunnandi, eru táknmyndir fyrir stjórnmálamenn og múgæsingamenn hvers tíma. Eini maðurinn um borð sem getur markað rétta stefnu út frá stjörnum himins er siglingafræðingurinn , sem því miður er þó áhugalaus um daglegar ryskingar hinna og blandar sér ekki í stjórnmál nema skylda hans krefjist þess. Skipverjarnir kalla hann skýjaglóp en keppa innbyrðis um hylli eiganda skipsins (almennings) í þeim tilgangi að fá sjálfir að sitja við stjórnvölinn.
Nú er brýnt að við hjálpumst að svo skútan okkar komist á réttan kjöl og á farsæla stefnu. Hér er að teiknast upp ófremdarástand: Siglingafræðingurinn hefur sagt upp, skipstjórinn er stokkinn frá borði og skipverjarnir (pólitíkusarnir) bítast um að komast að stýrinu. Nú verðum við, sem eigendur skipsins, að taka ábyrgð á okkar eigin velferð, öryggi og framtíð, því ekki viljum við að skútan sökkvi.
Athugasemdir
Vel orðað. Og skipstjórinn sem fór fyrstur í björgunarbátinn ætlar sér að fá TÖÐUHÆKKUN. Hefur enginn skoðað málið í þessu samhengi???????
Jóhann Elíasson, 7.4.2024 kl. 10:39
Mér sýnist að hún þessi Kristín sé búin að skoða málið ofan í kjölinn:
https://kristinthormar.blog.is/blog/kristinthormar/
Dominus Sanctus., 7.4.2024 kl. 18:09
Já Arnar Þór, Þjóðarskútan hefur verið í eigu Íslendinga allt frá árinu 1918. Alla tíð hefur hún borið skráningarnúmerið ÍS-1 og verið stolt Þjóðarinnar.
Skútan hefur lengst af haldið réttri stefnu án þess að steyta á skeri. En nú stefnir í að skipbrot verði, og því fylgi eigendaskipti á Þjóðarskútunni.
Hún færi þá úr höndum Íslendinga yfir í hendur Evrópusambandsins og fengi nýtt nafn og skráningarnúmer.
Nýja nafnið yrði Sambandsskútan og skráningarnúmerið EU-35 sem bókað verður á kinnung skútunnar.
Til að byrja með myndi verða nokkurn vegin sama áhöfn á Skútunni. En hinir nýju eigendur myndu fljótlega skipta um áhöfn, sem í einu og öllu hlýddu reglum þeirra.
En þótt stefni í óefni með útgerð Þjóðarskútunnar er enn hægt að komast hjá strandi.
En styrka stjórn þarf til.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 8.4.2024 kl. 00:24
Nei, hún stökk af sökkvandi þjóðarskútunni eftir að hún var búin að mala sig úti horn og sótti um skipstjóra stöðu á skemmtiferðaskipinu EU-35!
Haraldur G Borgfjörð, 8.4.2024 kl. 02:35
Mætti ekki segja að ÞJÓÐARSKÚTAN sé bara á reki?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/08/nefndarfundum_aflyst_engin_rikisstjorn_i_reynd_star/
Dominus Sanctus., 8.4.2024 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.