14.4.2024 | 07:28
Geir Ágústsson virtúós
Kæru lesendur.
Ykkur hefur verið gefin dýrmæt gjöf, sem er bloggsíða Geirs Ágústssonar, en Geir er einn beittasti penni Íslendinga nú á tímum. Færsla hans í gær er svo skýr og góð að ég hefði viljað skrifa hana sjálfur. Þegar ég las hana kom í hug sagan af því þegar Bjarni Thorarensen las Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson og sagði "Nú er mér bezt að hætta að kveða".
Tilvísuð færsla Geirs er hljóðar svo:
Höfum þetta bara alveg á kristaltæru: Flestir frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru að leita að þægilegri innivinnu, og, ekki síður mikilvægt, mikilli athygli.
Þeir vilja ferðast til útlanda til að drekka kampavín með útlendingum.
Þeir vilja klippa á borða.
Þeir vilja vera þægir og óumdeildir.
Kannski var þetta allt í góðu einhvern tímann, en núna eru breyttir tímar. Alþingi er á fullu að innleiða beint og óbeint framsal á fullveldi Íslands til erlendra embættismanna.
Þingið er líka að reyna koma á fyrirkomulagi sem keyrir utan við stjórnmálin. Það er gert með því að setja lög sem leyfa ráðherrum að innleiða allskyns takmarkanir í gegnum reglugerðir. Heilu atvinnugreinarnar hafa nú þegar fengið að finna fyrir því.
Þingið er með veik hné. Minnisblað frá útlöndum fær það til að hrista og skjálfa.
Þingið reyndi að binda Íslendinga í skuldafangelsi fyrir ekki mörgum árum síðan. Það tókst ekki af því að fyrrverandi forseti ákvað að spyrja þjóðina.
Sem leiðir hugann að hlutverki forseta í dag.
Hann getur ekki lengur verið falleg sál sem gróðursetur tré eða klappar börnum. Forseti þarf að vera vakandi. Hann þarf að vera varðhundur. Stjórnarskráin heimilar þetta.
Því miður segja skoðanakannanir að Íslendingar ætli að kjósa gegnumstreymisloka frekar en varnagla.
Vonum að það breytist.
Athugasemdir
Mogginn "kóar með" vitleysisganginum eins og rúv og blæs til sóknar með gaypride-fánaöflunum.
Það virðist fara lítið fyrir MÁLEFNUNUM:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/15/baldur_katrin_og_jon_taka_forystu/
Dominus Sanctus., 15.4.2024 kl. 07:51
Allir frambjóðendur til embættis Forseta Íslands vita hvers ætlast er til af þeim hljóti þeir kosningu.
Við erum að kjósa manneskju í virðulegasta embætti Íslands og þá sem gefur loforð um að verja fullveldi lands okkar,svp dýrmætt það er. Ég hef fundið hann og margir mjög margir vina minna; Hann er hér Arnar Þór Jónsson.
Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2024 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.