1.12.2024 | 13:57
Jörðin er þín og það sem lífið býður
Ef þú átt ró, er aðrir æðrazt hafa
og uppnám sitt og vanda kenna þér,
ef traust þín sjálfs er vaxið allra vafa,
og veiztu þó, að hann á rétt á sér,
ef kanntu í biðraun þoli þínu að halda
og þreyta án lygi tafl við grannans róg,
og láta ei heiftúð hatur endurgjalda,
en hafa lágt um dyggð og speki þó,
Ef draumum ann þitt hjarta og hönd þín dáðum
ef hugsun fleygri verðugt mark þú átt,
ef sigri og hrakför, blekkingunum báðum,
Þú brugðizt getur við á sama hátt,
ef sannleik þínum veiztu snápa snúa
í snörur flóna, en bugast ekki af því,
og lítur höll þíns lífs í rústamúga,
en lotnu baki hleður grunn á ný,
Ef treystist þú að hætta öllu í einu,
sem ævilangt þér vannst, í hæpið spil,
og tapa og byrja á ný með ekki neinu
og nefna ei skaðann sem hann væri ei til,
ef færðu knúið hug og hönd til dáða,
er hafa bæði þegar lifað sig,
og þú átt framar yfir engu að ráða,
nema aðeins vilja, er býður: Stattu þig!
Ef höfðingi ertu í miðjum múgsins flokki
og málstað lýðsins trúr í konungsfylgd,
ef hóf sér kunna andúð þín og þokki,
og þó ertu ávallt heill í fæð og vild,
ef hverri stund, er flughröð frá þér líður,
að fullu svarar genginn spölur þinn,
er jörðin þín og það, sem lífið býður,
og þá ertu orðinn maður, sonur minn!
Rudyard Kipling (þýð. Magnús Ásgeirsson)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2024 | 08:57
Árétting
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2024 | 09:25
Samantekt um ,,Forystusætið" á RÚV í gærkvöldi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2024 | 11:14
,,Rödd samviskunnar er lágvær en skelfilega skýr"
Á síðustu vikum hef ég sótt fleiri pólitíska fundi en ég hef áður gert á allri lífsleiðinni. Þegar fylgst er með fyrirsvarsmönnum ríkisflokkanna (sem skammta sér 4 milljarða kr. úr ríkissjóði á hverju kjörtímabili) tel ég mig geta greint betur hvernig hinn pólitíski ,,leikur" er spilaður á Íslandi: Atvinnustjórnmálamenn segja það sem þeir telja að fólkið vilji heyra. Í framkvæmd getur þetta að vísu haft þá óþægilegu myndbirtingu að fulltrúar flokkanna segja eitt á fundi um orkumál og eitthvað allt annað á fundi um náttúruvernd. En slík óheilindi virðast ekki trufla þá sem vilja vera atvinnumenn í stjórnmálum. Ekki virðist vera gerð rík krafa um það að menn séu samkvæmir sjálfum sér og blaðamenn hér á landi leggja sig ekki fram um að draga fram mismuninn á loforðunum sem gefin eru og því sem flokkarnir gera í framkvæmd. Trekk í trekk falla of margir kjósendur fyrir fallegum loforðum í stefnuskrám flokka sem áratugum saman hafa þó sýnt og sannað að þeim er ekki treystandi.
Um þetta mætti skrifa langa ritgerð, en tímans vegna læt ég nægja að benda fólki á að bera saman málflutning stjórnmálaflokkanna á eftirfarandi fundum:
1. Fundur Alþjóðamálastofnunar HÍ 14.11. sl. um öryggi, varnir og alþjóðasamskipti Íslands, þar sem fulltrúi Pírata (sjá 47:40) sagði að loftslagið væri að breytast (sem það er vissulega alltaf að gera) og að ríkisstjórnin þurfi að gera meira þrátt fyrir að hann segi sjálfur að óvíst sé hvort hitastig muni hækka eða lækka! Ísland á samkvæmt þessu að halda áfram að borga, jafnvel þótt Alþjóðabankinn geti ekki gert grein fyrir afdrifum 41 milljarðs USD sem greiddir hafa verið úr loftslagssjóðum síðastliðin ár.
2. Fundur Samorku 19.11. sl. þar sem flestir flokkar (nema XL) virtust mjög áhugasöm um vindorkugarða.
3. Fundur Landverndar 23.11. sl. þar sem flestir flokkar (aðrir en XL) virtust hafa skipt um skoðun á vindorkugörðum.
4. Fundur með Grindvíkingum um stöðuna þar 23.11. þar sem ástæða er til að benda fólki að hlusta vel eftir málflutningi frambjóðenda þeirra tveggja flokka (Samfylkingar og Viðreisnar) sem vilja framselja íslenskt ríkisvald til ESB. Málflutningur þessara manna gengur allur út á að hafa vit fyrir fólki. Víðir frá Samfylkingu talaði á Orwellískum nótum þegar hann sagði að ríkið þyrfti að "safna upplýsingum um börnin" okkar, á meðan XL leggur áherslu á að foreldrar og fjölskyldur eru þau sem þekkja börnin best og eru fullfær um að halda utan um þau þegar mest á reynir. Guðbrandur frá Viðreisn afhjúpaði ólýðræðislega nálgun síns flokks þegar hann sagði að við ættum að láta kerfin stjórna för (sjá mín. 1.52). Þegar ég andmælti því (mín. 1.54) brást Guðbrandur ókvæða við eins og heyra má á upptökunni.
5. Fundur breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22.11. sl. þar sem landlæknir og heilbrigðisráðherra eru allt í einu farin að tala um persónulegt samband í heilbrigðisþjónustu og nauðsyn þess að nýta persónulegt hæfi hvers og eins heilbrigðisstarfsmanns í samskiptum við sjúklinga og viðeigandi læknismeðferð fyrir hvern og einn, en þessir sömu ráðamenn beittu sér þó fyrir því í framkvæmd að ein ríkislausn væri notuð fyrir alla í kófinu og einni samræmdri meðferð beitt á alla með lyfjagjöf, lokunum o.fl. Sjá nánar hér.
Ég á mér þá ósk að við í Lýðræðisflokknum náum því í gegn að fólk þori að kjósa með hjartanu og láti ekki glepjast af gylliboðum atvinnustjórnmálamanna, sem kunna að spila með fólk.
Við erum ekki af baki dottin og munum gefa allt í þetta á síðustu dögum, hjarta, lifur og lungu, en aldrei þó heilindi okkar og samvisku.
,,Rödd samviskunnar er lágvær, en skelfilega skýr" Sigurður Hallur Stefánsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2024 | 18:55
Rödd friðar þarf að hljóma skærar
Í gær, 22. nóvember, voru 61 ár liðin frá því að John F. Kennedy var myrtur um hábjartan dag í Dallas. JFK var friðflytjandi sem talaði gegn vopnavæðingu, gegn herskárri útþenslustefnu hervelda, gegn afskiptum stórvelda af innanríkismálum annarra þjóða. JFK var talsmaður friðar sem gerði fólki og þjóðum kleift að vaxa og dafna, til að börn okkar gætu átt betri framtíð. "Friður er hið skynsamlega takmark skynsamra manna". Friður er okkar brýnasta hagsmunamál. Það ætti að vera öllum ljóst, nú þegar við stöndum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar.
JFK talaði inn í stjórnmál allra tíma þegar hann sagði að ,,vandamál okkar eru manngerð og geta því verið leyst af mönnum." Í samhengi íslenskra stjórnmála árið 2024 vísar þetta m.a. til óábyrgs hallarekstrar ríkissjóðs og of hárra skatta, ranglega reiknaðrar verðbólgu og vaxtaokurs, launamála kennara og heilbrigðisstarfsmanna, sem allir núverandi þingflokkar hafa haft á sínu borði án þess að leysa úr.
Og nú hafa verið samþykkt fjárlög fyrir árið 2025 með heimild til vopnakaupa, án þess að séð verði að einn einasti þingmaður hafi andmælt því að skattpeningar Íslendinga séu notaðir í þessum tilgangi. [Á fundi ,,Breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks" í gær (sjá mín. 44) kvaðst fulltrúi Pírata hafa andmælt vopnakaupum. Skráning á vef Alþingis bendir þó til að hlutaðeigandi hafi ekki greitt atkvæði við afgreiðslu fjárlaganna.] Um vopnakaupin fjallaði ég einnig á fundi Alþjóðamálastofnunar HÍ 14. nóv. sl.
Eins og aðrir dauðlegir menn voru Kennedy bræður vafalaust breyskir og ófullkomnir, en þeir voru með pólitíska áttavitann rétt stilltan. Margt hefði getað farið á annan og betri hátt ef mannkynið hefði mátt njóta leiðsagnar slíkra manna fremur en síngjarnra stríðshauka. Í því samhengi leyfi ég mér að rifja upp eftirfarandi tilvitnun til Roberts F. Kennedy eldri sem hann flutti í ræðu árið 1968, aðeins þremur mánuðum áður en hann var skotinn til bana í Los Angeles:
Verg árleg þjóðarframleiðsla okkar telur nú meira en 800 milljarða dala. En sú framleiðsla tekur til loftmengunar, sígarettuauglýsinga og sjúkrabíla sem hreinsa mannfallið af þjóðvegum okkar. Hún nær til sérsmíðaðra lása á húsum okkar og fangelsanna fyrir fólkið sem brýtur upp lásana. Hún telur eyðingu skóga með og náttúruundur sem glatast vegna óreiðukenndrar útþenslu byggðar. Þjóðarframleiðslan nær yfir napalmsprengjur og kjarnaodda og brynvarða lögreglubíla sem notaðir eru til að berja niður óeirðir í borgum okkar. Hún tekur til [...] sjónvarpsefnis sem upphefur ofbeldi í þeim tilgangi að selja börnum okkar leikföng. En þjóðarframleiðslan reiknar ekki út heilsufar barna okkar, gæði menntunar þeirra eða gleðina í leik þeirra. Hún mælir ekki fegurð ljóða okkar eða styrk hjónabanda okkar, skynsemi opinberrar rökræðu eða heilindi embættismanna okkar. Hún mælir hvorki andlegt jafnvægi okkar né hugrekki, hvorki visku okkar né þekkingu, hvorki samúð okkar né hollustu við landið okkar. Hún mælir í stuttu máli allt nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Og hún getur sagt okkur allt um Bandaríkin nema hvers vegna við erum stolt af því að vera Bandaríkjamenn.
Í Morgunblaðsgrein minni frá árinu 2017 bætti ég við um þetta:
RFK var gagnrýninn á baráttuna gegn efnahagslegri fátækt vegna þess hún endurspeglaði rangar áherslur. Jafnvel þótt okkur tækist að eyða slíkum efnahagslegum skorti þá bíður okkar annað stærra verkefni. Það er að berjast gegn skorti á lífsánægju ... sem þjakar okkur öll.
Tæpri hálfri öld eftir að þessi orð voru töluð eiga þau enn fullt erindi því íbúar heimsins virðast nú, sem aldrei fyrr, ofurseldir því takmarki að safna veraldlegum auði. Þótt telja megi dapurlegt að framþróunin hafi ekki orðið önnur þarf það ekki að koma neinum á óvart. Allt frá tímum Aristótelesar hafa heimspekingar og stjórnmálamenn flutt röksemdir fyrir því að fjárhagslegur auður sé ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að lifa góðu lífi. Hið góða líf er þó furðu lítið áberandi í umræðum um löggjöf, stjórnmál og samfélagsmál nú á tímum.
Rökstuðningur stjórnmálamanna fyrir því hvers vegna eigi að innleiða stefnumál þeirra byggist nú á tímum á þrenns konar röksemdum, þ.e. að tillögur þeirra fjölgi valkostum fólks, auki hagkvæmni og verndi réttindi fólks. Minna ber á röksemdum þess efnis að tillögurnar muni gera okkur betur kleift að búa í siðuðu samfélagi eða lifa góðu lífi. Mælaborð þjóðmálanna sýnir efnahagslega mælikvarða en ekki þá sem Kennedy gerði að umtalsefni 1968. Frelsisáherslur birtast í ýmsum búningi, t.d. að fólk eigi að hafa val um alla skapaða hluti. Eftir stendur himinhrópandi spurning sem aldrei er svarað: Til hvers eigum við að nota þetta frelsi og í hvaða tilgangi erum við að safna þessum peningum, lausafjármunum og allri þessari steinsteypu? Þetta er sérstakt vegna þess að öll menning sem risið hefur hátt í mannkynssögunni hefur gert þetta að lykilspurningu: Hvernig lifum við góðu lífi?
Nú er það ekki hið góða líf sem við höfum áhuga á, heldur bara lífið sem slíkt: Hvernig við getum gert lífið auðveldara, þægilegra og hvernig við getum lengt það sem mest. Slíkt innihaldsleysi hefði verið mörgum fyrri tíðar manninum fjarlægt. Aristóteles taldi að maðurinn líkt og allt annað sem lifir, hefði tilgang og að tilgangurinn væri sá að lifa góðu lífi. Gott líf miðar því að fullkomnun. Gott líf felst ekki í því að velta sér upp úr nautnum. Letinginn sem lifir í vellystingum alla ævi lifir ekki góðu lífi í þessum skilningi, ekki frekar en sá sem slítur sér út eða jafnvel fórnar lífi sínu í þágu fyrirtækis, vörumerkis eða fjármuna sem hafa engan annan tilgang í sjálfu sér. Gott líf snýst ekki um að svala löngunum, metnaði eða hégóma, heldur skírskotar hið góða líf til þess að við stefnum að verðugu, réttu eða viðeigandi markmiði. Langanir okkar á að temja og beina þeim inn á réttar brautir í átt til þess sem er raunverulega þess virði að sækjast eftir. Besta leiðin til að þjálfa skynjun okkar í þessum efnum er að leggja rækt við siðrænt uppeldi og siðræna menntun. Sú ábyrgð hvílir ekki á foreldrunum einum og hún verður heldur ekki lögð alfarið á skólakerfið. Þetta er ábyrgð sem hvílir á samfélaginu í heild og þó sérstaklega nærsamfélaginu þar sem fjölskyldur, frjáls félagasamtök, trúarsöfnuðir og veraldlega þenkjandi samtök, sem og stjórnmálahreyfingar, gegna lykilhlutverki. Á tímum óhóflegrar einstaklingshyggju hafa stjórnmálin og kannski við öll lagt ónóga rækt við þessa grasrót en einblínt þess í stað á ríkisvaldið og miðstýrðar allsherjarlausnir. Pólarnir hafa orðið tveir, einstaklingarnir annars vegar og ríkið hins vegar. Meðan þeirri tvíhyggju er leyft að dafna er hætt við að mikilvægustu innviðirnir, þ.e. fjölskyldan og nærsamfélagið, sem bera uppi öll heilbrigð samfélög, veikist úr hófi. Úr þessu þarf að bæta. Til þess þarf hugarfarsbreytingu og mögulega nýja tegund samræðu.
Rödd friðar þarf að hljóma á ný í sölum Alþingis. Sú rödd hljómar skært í máli frambjóðenda Lýðræðisflokksins, sbr. sérstaklega þetta viðtal við Hrafnhildi í gær í Spursmálum Mbl.
Eins og flestir Íslendingar á Hrafnhildur sér þá ,,von og trú að við Íslendingar getum orðið fyrirmynd annarra þjóða hvað varðar frið, hlutleysi, hreinleika náttúru og sjálfbærni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2024 | 13:28
Viltu breytingar? Kjóstu þá breytingar
Lýðræðisflokkurinn var stofnaður á leifturhraða. Á leifturhraða tókst að stilla upp framboðslistum og bjóða fram í öllum kjördæmum. Í framhaldi hafa dunið á frambjóðendum spurningalistar, viðtalsbeiðnir, framboðsfundir, sjónvarpsupptökur o.s.frv.
Þegar hraðinn er þessi er mikilvægt að undirstrika að flokkurinn er stofnaður á skýrum grunni og hefur skýran tilgang, þ.e. að minna á að ríkið var stofnað til að þjóna fólkinu í landinu en ekki öfugt. Allt vald ríkisins stafar frá fólkinu, sem er hinn sanni valdhafi, ekki báknið, ekki skrifstofuveldið, ekki embættismennirnir, ekki sérfræðingarnir. Ríkið hefur það meginhlutverk að verja frelsi fólks, eignir þess og frið.
Stefna flokksins er skýr og góð. Hana má finna inni á vefsíðu flokksins. Frambjóðendur hafa áfram sínar persónulegu skoðanir og sitt málfrelsi, en stefna flokksins talar sínu máli og að henni viljum við öll vinna, því þar er neistinn sem drífur þetta allt áfram.
Framboð Lýðræðisflokksins hefur nú þegar haft góð áhrif: Skyndilega eru ríkisflokkarnir orðnir sammála um að lækka beri vexti (!), herða á landamæragæslu (!) o.fl. Frammi fyrir þessu nýja viðmóti þurfa kjósendur að gera upp við sig hvort þeir sem bjuggu til flækjur, kostnað og vandamál séu best til þess fallnir að leysa vandann.
--
E.S.
XL er að keppa við ofurefli ríkisflokka sem hver um sig ver tugum milljóna (af almannafé!) í ímyndarhönnun og kosningaauglýsingar. Ef þú trúir því að unnt sé að breyta íslensku stjórnarfari til hins betra þá máttu leggja okkur lið, t.d. með því að styrkja flokkinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2024 | 08:05
Valkostirnir eru skýrir
Heimsmyndin er um það bil að fara að gjörbreytast. Bandaríska alríkið verður skorið niður og breytt úr eyðslusömu óhófsríki yfir í ríki sem stýrast mun af hagsýni, ráðdeild og skilvirkni. Á sama tíma halda gömlu íslensku stjórnmálaflokkarnir áfram að lofa ,,allskonar fyrir alla" í anda Besta flokks Jóns Gnarr hér um árið.
Lýðræðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur boðað raunverulegt aðhald og nauðsynlegan niðurskurð. Spennandi verður að sjá í hvora áttina Íslendingar vilja stýra: Í átt til meiri miðstýringar og markaðsbúskapar í anda ESB eða í átt til lægri skatta.
Hér er ein hugmynd: Hætta að dæla peningum íslenskra skattgreiðenda í erlenda ,,loftslagssjóði". Ástæðan er augljós og ætti að vera orðin öllum kunn: Alþjóðabankinn (World Bank) getur ekki gert grein fyrir afdrifum 41 milljarðs dollara, nánar tiltekið tæplega 40% allra loftslagssjóða sem bankinn hefur ráðstafað síðastliðin ár. Engar opinberar skrár er að finna sem gefa mynd af því hvað varð um þessa fjármuni og hvernig þeim hefur verið ráðstafað.
Alþjóðabankinn var m.a. stofnaður til að aðstoða fólk sem býr við mestu fátækt. Rúmlega 10% mannkyns, 100 milljónir manna, lifa á minna en 2 dollurum á dag. Fjármagn sitt sækir bankinn til ríkustu þjóða heims.
Nýlega ákvað Alþjóðabankinn að stýra 45% þróunarsjóða sinna frá því að berjast gegn fátækt og yfir í verkefni sem tengjast ,,loftslagsbaráttu". Bankinn eyrnamerkir nú um 40 milljarða dollara í mál sem tengjast ,,grænum" verkefnum (e. green agenda). Samhliða hafa stórar fjárhæðir greinilega gufað upp.
Musk annar stjórnenda nýs ráðuneytis Trumps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2024 | 07:57
Framtíðin liggur í frelsisátt, sem er vestur en ekki austur.
Hér eru fréttir sem þið lesið kannski ekki í íslenskum fjölmiðlum (ennþá): Sigurvegarinn í bandarísku forsetakosningunum hefur lýst því yfir að hann ætli að setja vaxtaþak (10%) á kreditkortafyrirtæki til að létta álagi af bandarískum heimilum og flýta fyrir því að hagvöxtur styrkist. Lýðræðisflokkurinn hóf kosningabaráttu sína á því að tala um vaxtaþak til að sporna gegn kæfandi vöxtum sem eru meira íþyngjandi hér á landi en í nokkru öðru Evrópulandi fyrir utan Úkraínu og Rússland.
Á meðan aðrir flokkar vilja innleiða áætlunarbúskap í sovéskum stíl (með því að banna nýskráningu á bensín- og díselbílum), með því að stækka eftirlitsstofnanir ríkisins og belgja út ríkisvaldið með skattpíningu, er Lýðræðisflokkurinn eini flokkurinn sem talar skýrt í frjálsræðisátt, til varnar íslenskum heimilum og fyrirtækjum.
Skynsamt fólk mun kjósa XL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2024 | 21:31
Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna
Law is downstream from politics. Politics is downstream from culture. (Robert F. Kennedy jr.)
Í nýafstöðnum kosningum í Bandaríkjunum var mikið í húfi. Í raun má segja að þar hafi tveir menningarheimar tekist á og að úrslitin muni setja mark sitt á menningarumhverfi, stjórnmál og lagasetningu næstu ára.
Í kosningabaráttunni tókst Repúblikanaflokkurinn (og Donald Trump) á við fleira en Demókrataflokkinn (og Kamölu Harris). Í reynd var andstæðingurinn allt stjórnkerfið, allir meginstraumsfjölmiðlarnir, allt stofnanaveldið, meira og minna allt fræðimannasamfélagið, allar alþjóðastofnanirnar, mestu auðmenn vestan hafs, kvikmyndaverin, lyfjaiðnaðurinn, hergagnaiðnaðurinn o.fl. Tap Demókrata þýðir í raun að nú hriktir í stjórnkerfum Vesturlanda sem m.a. hafa stefnt að innleiðingu ritskoðunar til að verja almenning frá falsfréttum, ,,upplýsingaóreiðu og sönnum en óþægilegum staðreyndum.
Hvaða breytinga má vænta í Bandaríkjunum (og umheiminum) á næstu mánuðum og misserum? Svar: Landamæragæsla verður tekin upp í auknum mæli, verðbólga mun lækka, efnahagurinn mun batna, skattfé verður aftur notað til að bæta hagsmuni almennra skattgreiðenda, glæpum mun fækka, valdaásælni alþjóðastofnana verður stöðvuð og valdið mun færast aftur til þjóðríkjanna, stríðinu í Úkraínu mun ljúka. Í stuttu máli er kosning DT rothögg fyrir spillt stjórnkerfi og til marks um að völdin munu færast aftur til fólksins. Hér má sjá að alþjóðlegir bjúrókratar eru nú þegar byrjaðir að hörfa (væntanlega til þess að reyna að bjarga eigin skinni). Fleiri skriffinnar (og stjórnmálamenn) munu fylgja í kjölfarið.
Elon Musk mun væntanlega verða falið það verkefni að hagræða, endurskipuleggja og auka skilvirkni í rekstri bandaríska alríkisins. Í stöðu heilbrigðisráðherra verður væntanlega settur maður sem RÚV hefur kallað rugludall og samsæriskenningamann. Hér er eitt dæmi (af mörgum) um það hvernig samsæriskenningar RFK hafa orðið að viðurkenndum staðreyndum.
Eins og Elon Musk og DT er RFK hættulegur þeim sem vilja halda óbreyttu ástandi (status quo) og þeim sem vilja viðhalda spillingunni sem grasserað hefur á bak við tjöldin, því RFK er einlægur í þeim ásetningi sínum að vilja þjóna almannahagsmunum. Fái hann til þess umboð nýs bandaríkjaforseta mun hann endurskipuleggja allar stofnanir sem hafa með lýðheilsu að gera, þar á meðal Lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA), Farsóttarstofnunina (CDC), Landlæknisembættið (NIH) o.fl. RFK vill uppræta spillingu, upplýsa um hagsmunaárekstra, og ráðast að rótum þess alvarlega lýðheilsuvanda (offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma o.fl.) sem plaga börn og fullorðna í USA. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í þessum efnum og þurfum að taka okkur verulega á ef heilbrigðiskerfið á ekki að bugast undan álagi.
Niðurstöður kosninganna í BNA benda til að meirihluti Bandaríkjamanna sé búinn að fá nóg af ástandinu og vilji fá nýja vendi til að sópa út úr daunillum sölum ríkisstofnanna lýðveldisins. Hvað með Íslendinga? Hvenær kemur að því að þolinmæði íslensku þjóðarinnar brestur? Öfugt við íslenska stjórnmálamenn hafa RFK og DT verið ófeimnir við að tala um djúpríkið og spillinguna sem þrífst í skjóli þess, þar sem hergagnaiðnaðurinn hefur beitt áhrifum sínum til að kynda undir árásar- og hernaðarhyggju BNA áratugum saman.
Hér á landi vilja ekki margir horfast augu við að á Íslandi sé útbreidd spilling sem veldur margvíslegri óskilvirkni og ómældu fjárhagslegu tjóni. Sérfræðingar í háskólum neita að slíkt sé til og nota kunnuglega aðferð til þess: Að um samsæriskenningu sé að ræða, væntanlega með þeim rökum að Ísland sé ekki þjakað af djúpstæðri spillingu. Skilaboðin úr fílabeinsturnum fræðanna eru þau að við megum alls ekki trúa því að innan íslenska stjórnkerfisins sé annað kerfi, þar sem flokkseigendur og fjármagnseigendur sameinast um að verja sinn hag á kostnað almennings. Meðan þetta má ekki ræða munu stjórnmálamenn áfram hygla hver öðrum, athugasemdalaust, og halda áfram að mynda ríkisstjórnir þvert á allar hugsjónir og svíkja þar með öll kosningaloforð. Íslenskir ráðherrar og m.a.s. forsætisráðherra mega ganga erlendum stofnunum á hönd og ganga erinda þeirra samhliða ráðherrastarfi, án þess að spurt sé um mögulega hagsmunaárekstra. Jafnvel þótt svo fari að hlutaðeigandi fái feitt starf hjá sömu stofnun eftir að pólitískum ferli þeirra lýkur, þá má ekki gera neinar athugasemdir við slíkt.
Við þurfum að treysta okkur til að beina kastljósinu að samgróningum innlends valds: Milli flokka, milli hagsmunaaðila, milli stórfyrirtækja, en auk þess þurfum við að treysta okkur til að ræða hvort innlent vald sé komið í samkrull við erlent vald: ESB, WHO, SÞ o.fl. Hér er um alvarlegt viðfangsefni að ræða, sem varðar blákaldan veruleika Íslendinga, ekki ímyndaðan veruleika háskólamanna.
[Grein þessi birtist fyrst á www.visir.is 11.11.24]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2024 | 22:05
Viltu framlengja fortíðina eða skapa nýja og betri framtíð?
Kæru Íslendingar.
Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málflutning væntanlegs heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sjá hér, en hann hefur ekki aðeins spáð fyrir um óorðna hluti, heldur ítrekað varpað ljósi á kerfisbundna spillingu í bandarísku stjórnkerfi, þar sem stórfyrirtæki hafa náð tangarhaldi á eftirlitsstofnunum og auk þess stýrt stefnumótun á sviði hernaðar, matarframleiðslu, lyfjaiðnaðar, umhverfismála o.fl. Allt hefur þetta verið til hagsbóta fyrir þá sem sitja í innsta hring valds og auðs, en til margháttaðs skaða fyrir bandarískan almenning - sem og raunar almenning í mörgum öðrum löndum.
Ríkisstjórnarskipti í Bandaríkjunum munu valda straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Þetta má öllum vera ljóst sem þekkja sögu lýðveldisins okkar. Nýir tímar eru að renna upp. Woke-vitleysan mun ganga sér til húðar og áherslur munu breytast. Stjórnmálin munu endurnýjast. Sósíalisminn, sem allir íslenskir stjórnmálaflokkar (nema Lýðræðisflokkurinn) gæla við mun eiga erfitt uppdráttar. Áhersla á alþjóðlegt skrifræði mun minnka. Hræðsluáróður í formi loftslagsbreytinga mun verða afhjúpaður sem .... áróður. Skattalækkanir í USA munu valda því að fjöldi fyrirtækja mun flytja starfsemi sína þangað. Skattahækkanir hérlendis munu líta illa út í samanburði. Ef ekki verður betur á málum haldið hér á landi mun þetta leiða til atgervisflótta frá Íslandi.
Frammi fyrir nýrri stöðu þarf hver einasti kjósandi að spyrja sig eftirfarandi spurningar: Vil ég framlengja fortíðina með því að kjósa einhvern af gömlu flokkunum eða vil ég taka þátt í að skapa hér nýja, bjartari og betri framtíð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)