Þjóðarskútan þarf styrka stjórn

Þjóðarskútan er í raun forn-grísk myndlíking til að lýsa þjóðlífi og stjórnmálum: Skipseigandinn er holdgervingur almennings, stór og sterkur, en skammsýnn og ekki vel að sér í siglingafræðum. Skipverjarnir , deilugjarnir og fákunnandi, eru táknmyndir fyrir stjórnmálamenn og múgæsingamenn hvers tíma. Eini maðurinn um borð sem getur markað rétta stefnu út frá stjörnum himins er siglingafræðingurinn , sem því miður er þó áhugalaus um daglegar ryskingar hinna og blandar sér ekki í stjórnmál nema skylda hans krefjist þess. Skipverjarnir kalla hann skýjaglóp en keppa innbyrðis um hylli eiganda skipsins (almennings) í þeim tilgangi að fá sjálfir að sitja við stjórnvölinn.sigling
 
Nú er brýnt að við hjálpumst að svo skútan okkar komist á réttan kjöl og á farsæla stefnu. Hér er að teiknast upp ófremdarástand: Siglingafræðingurinn hefur sagt upp, skipstjórinn er stokkinn frá borði og skipverjarnir (pólitíkusarnir) bítast um að komast að stýrinu. Nú verðum við, sem eigendur skipsins, að taka ábyrgð á okkar eigin velferð, öryggi og framtíð, því ekki viljum við að skútan sökkvi.

Bloggfærslur 7. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband