Hver stendur vörð um frelsi þitt ef þú nennir því ekki?

Gögnin sem Daily Telegraph birti í fyrradag varpa ljósi á atvik sem stjórnvöld í Bretlandi hefðu vafalaust fremur kosið að yrðu áfram hulin myrkri. Líta má á þessar upplýsingar sem skólabókardæmi um það hvað gerist þegar almenningur lamast af ótta, þingræðið tekið úr sambandi og ríkisstjórn eru falin öll völd í nafni neyðarástands.

Gögnin afhjúpa hvernig daglegt líf manna færist við þessar aðstæður frá lögstjórn yfir í einhvers konar geðþóttastjórn, þar sem hrammur lögreglu og ríkisvalds er lagður á almenning ... ,,til að vernda almenning". 

Mannkynssagan geymir mörg dæmi um það að slíkt stjórnarfar er ávísun á spillingu, leyndarhyggju, mismunun og misbeitingu valds. Vítin eru til að varast þau.

Lærdómurinn er sá að menn þurfa að standa stöðugan vörð um frelsi sitt. Ef við erum ekki tilbúin til að greiða það gjald með því að haga okkur eins og menn (hugsa sjálfstætt, tjá okkur og veita aðhald) þá getum við ekki kvartað þegar stjórnvöld koma fram við okkur eins og húsdýr (með því að stýra allri hegðun, smala okkur í hjarðir og hóta valdbeitingu).

Valið er okkar. Ennþá.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband