6.3.2023 | 08:38
Áhrifaleysi Íslands blasir við og kallar á gagnrýna umræðu.
Fyrir mörgum árum átti ég samtal við háttsettan lögfræðing hjá ESB. Þegar talið barst að EES sagðist hann "nota samninginn daglega á skrifstofunni ... sem hurðarstoppara (e. doorstop)."
Áhugaleysið á EES sem skein í gegnum grínið birtist daglega í samskiptum Íslands við ESB. En þegar það birtist í lítilsvirðingu gagnvart mikilvægum hagsmunum Íslands, sbr. þessa frétt, þurfum við að staldra við og endurmeta stöðuna.
Eins og mál hafa þróast blasir við að sjálfsákvörðunarrétti okkar (fullveldi Íslands) er ógnað með þeirri einstefnu lagareglna sem ESB vill að gildi í framkvæmd EES samningsins.
Alþekkt er að stofnanir ESB rökstyðja forgang ESB-réttar með skírskotun til þess að samninga skuli halda (lat. Pacta sunt servanda). Ekkert hefur komið fram um hvers vegna Íslendingar ættu ekki að njóta réttar samkvæmt þessari ævagömlu meginreglu samningaréttar.
Sú staðreynd að smáþjóðin Ísland hafi aldrei tekið þann kost að láta reyna á samningsbundnar heimildir sínar til hagsmunagæslu er vart merki um jafnræði svonefnds Tveggja stoða kerfis EFTA og ESB í EES-samningnum.
Um þetta hef ég áður fjallað í víðara samhengi. Menn þurfa ekki að vera lögfræðingar til að skilja alvarleika málsins.
Út frá sjónarmiðum um lýðræði, fullveldi og valddreifingu blasir við að innleiðingarferli erlendra reglna getur ekki og má ekki vera hömlulaust.
Stærsta hagsmunamál Íslands frá upptöku EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.