Hversu nærri þér viltu hleypa valdhöfum?

Á Sprengisandi sl. sunnudag og aftur í Dagmálum Morgunblaðsins í gær var ég spurður hvort málfrelsið væri í raunverulegri hættu. Býður þessi tækniöld ekki upp á óteljandi leiðir til tjáningar? 

Tæknilega hafa menn vissulega ýmsa kosti til að velja úr. Tæknihliðin má þó ekki villa okkur sýn. Í framkvæmd er unnið gegn málfrelsinu, bæði af hálfu ,,litla bróður" og ,,stóra bróður" sem báðir vilja stýra því hvað megi segja. Litli bróðir (einkafyrirtæki o.fl.) hefta málfrelsi starfsmanna sinna. Fjölmiðlar eru háðari ríkinu en áður. Merki má sjá um að óháð blaðamennska sé að víkja fyrir einhvers konar aktífisma. Stóri bróðir (ríkisstofnanir, ESB) kalla eftir ritskoðun undir merkjum öryggis. Ef hættumerkin eru ekki orðin alveg skýr í hugum fólks, sbr. þingsályktunartillögu forsætisráðherra um hatursorðræðu, má benda á þessa tillögu framkvæmdastjórnar ESB síðan í maí 2022, sjá https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=COM%3A2022%3A209%3AFIN&qid=1652451192472 þar sem lagt er til að netfyrirtækjum sé heimilt að leita í öllum einkasamskiptum, skilaboðoum, tölvupóstum o.fl. í leit að grunsamlegu efni.

Jafnvel þótt gengið sé út frá að við séum öll sammála um mikilvægi þess að stemma stigu við útbreiðslu á ógeðfelldu / ógeðslegu efni, þá má ekki einblína á hættuna, ekki verða óttanum að bráð. Við umræðu um tillögur sem miða að því að koma á miðstýrðu eftirliti sem eyðir út mörkum einkalífs þá verða menn að skoða fórnarkostnaðinn og leggja yfirvegað mat á kosti og galla. Veruleikinn er ekki svarthvítur þegar draga á línu milli einkalífs fólks og valdsviðs ríkisins. Hér eru engar töfralausnir í boði, en reynslan sýnir að það er ekki til farsældar fallið að eftirláta ríkinu allt vald til að skera úr um hvað sé leyfilegt í samskiptum fólks. 

Dagmál 2. febrúar 2023 - Málfrelsið

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Klaus Schwab forsprakki WEF var ekki fyrr búinn að lýsa yfir nauðsyn þess að stjórnvöld þjóðríkja heims kæmu á lögum gegn hatursorðræðu að Katrín Jakobsdóttir kom með frumvarp sitt og lýsti yfir nauðsyn þess að koma böndum á hatursorðræðuna.

Er hugsanlegt að við sem gagnrýnum framferði WEF og hinna ofurríku og áætlana þeirra að stjórna heiminum án þess að þeir hafi verið kosnir til eins eða neins í þá veru, séum þeir sem þessi lög eiga að ná til? Fólk er farið að sjá í gegnum þessar ljótu áætlanir þeirra og er farið að tala um það opinskátt, en stjórnvöld víðast hvar virðast lúta vilja þessa hóps án nokkurrar gagnrýni á marxíska framferð þeirra og þeirra ljótu áætlana.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.2.2023 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband