Vandaš stjórnarfar byggist į mįlefnalegri umręšu.

aparĶ lżšręšissamfélagi getum viš ekki kvartaš žótt umręšur um skošanir og hugmyndir séu stundum harkalegar. En viš getum gert žį lįgmarkskröfu aš umręšur séu mįlefnalegar. 

Žaš skal višurkennt žegar ég fór aš blanda mér ķ opinbera umręšu var ég ekki mešvitašur um hvaš žaš žżddi. Ég įtti t.d. ekki von į aš gagnrżni mķn į stjórnvöld yršu kölluš ,,stżrš andstaša". Sem kristinn mašur įtti ég ekki von į aš vera kallašur djöfladżrkandi. Sem hlédręgur "introvert" įtti ég ekki von į aš vera kallašur athyglissjśkur "extrovert". Sem frelsisunnandi įtti ég ekki von į aš vera kallašur fasisti.

Ķ gęr, laugardag, talaši ég örugglega viš 30-40 manns ķ mannfagnaši. Meginnišurstašan er sś aš fólk hefur meiri skošanir į mér en ég sjįlfur!

Hér eru nokkur dęmi: 

  • Aš ég sé ķ röngum flokki.
  • Aš ég sé ķ réttum flokki ... sem hefur villst af leiš.
  • Aš ég eigi aš halda įfram aš skipta mér af pólitķk.
  • Aš ég eigi aš hętta aš eyša tķma mķnum ķ pólitķk.
  • Aš ég eigi aš hętta aš skrifa ķ blöšin og tala oftar ķ śtvarpinu ... en bara ekki į hvaša śtvarpsstöš sem er.
  • Aš ég sé aš berjast viš vindmyllur, stjórnmįlin muni ekki breytast. 

Žetta er ekki beint hvetjandi fyrir žį sem vilja taka žįtt ķ umręšu į opnum vettvangi. Viš žurfum samt engar nżjar reglur um hatursoršręšu til aš stemma stigu viš illyršum og uppnefnum. Viš žurfum bara aš vanda okkur betur, velja oršin betur, vera kurteis og mįlefnaleg. Žeir sem falla į žessu prófi dęma sig sjįlfir śr leik.  

Žaš er aušvelt aš hafa skošanir į öšrum, en mikilvęgast er žó aš viš žekkjum okkur sjįlf, gildin okkar og fylgjum žeirri sżn sem hjarta okkar og innsęi leišir okkur aš.

Og Jesśs kallaši til sķn mannfjöldann og sagši: ,,Heyriš og skiljiš. Ekki saurgar žaš manninn sem inn fer ķ munninn, hitt saurgar manninn sem śt fer af munni." Matt.15:10-11.

 

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband