Vandað stjórnarfar byggist á málefnalegri umræðu.

aparÍ lýðræðissamfélagi getum við ekki kvartað þótt umræður um skoðanir og hugmyndir séu stundum harkalegar. En við getum gert þá lágmarkskröfu að umræður séu málefnalegar. 

Það skal viðurkennt þegar ég fór að blanda mér í opinbera umræðu var ég ekki meðvitaður um hvað það þýddi. Ég átti t.d. ekki von á að gagnrýni mín á stjórnvöld yrðu kölluð ,,stýrð andstaða". Sem kristinn maður átti ég ekki von á að vera kallaður djöfladýrkandi. Sem hlédrægur "introvert" átti ég ekki von á að vera kallaður athyglissjúkur "extrovert". Sem frelsisunnandi átti ég ekki von á að vera kallaður fasisti.

Í gær, laugardag, talaði ég örugglega við 30-40 manns í mannfagnaði. Meginniðurstaðan er sú að fólk hefur meiri skoðanir á mér en ég sjálfur!

Hér eru nokkur dæmi: 

  • Að ég sé í röngum flokki.
  • Að ég sé í réttum flokki ... sem hefur villst af leið.
  • Að ég eigi að halda áfram að skipta mér af pólitík.
  • Að ég eigi að hætta að eyða tíma mínum í pólitík.
  • Að ég eigi að hætta að skrifa í blöðin og tala oftar í útvarpinu ... en bara ekki á hvaða útvarpsstöð sem er.
  • Að ég sé að berjast við vindmyllur, stjórnmálin muni ekki breytast. 

Þetta er ekki beint hvetjandi fyrir þá sem vilja taka þátt í umræðu á opnum vettvangi. Við þurfum samt engar nýjar reglur um hatursorðræðu til að stemma stigu við illyrðum og uppnefnum. Við þurfum bara að vanda okkur betur, velja orðin betur, vera kurteis og málefnaleg. Þeir sem falla á þessu prófi dæma sig sjálfir úr leik.  

Það er auðvelt að hafa skoðanir á öðrum, en mikilvægast er þó að við þekkjum okkur sjálf, gildin okkar og fylgjum þeirri sýn sem hjarta okkar og innsæi leiðir okkur að.

Og Jesús kallaði til sín mannfjöldann og sagði: ,,Heyrið og skiljið. Ekki saurgar það manninn sem inn fer í munninn, hitt saurgar manninn sem út fer af munni." Matt.15:10-11.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband