Sjálfstætt fólk þarf að taka ábyrgð á eigin sjálfstæði

Stefna Sjálfstæðisflokksins byggir á þeim klassíska grunni að lögin eigi sér lýðræðislega rót. Þetta er kjarni fullveldisins og fullveldisfélagsins: Fullveldi snýst um að hafa rétt til að setja sín eigin lög á lýðræðislegum forsendum, án ytri þvingunar. Þetta er lögfræðilegt atriði, en einnig pólitískt og samfélagslegt. Þetta er grundvallaratriði sem allir geta skilið. Íslenskur réttur – og vestræn stjórnskipun – byggir á því að lögin eigi sér lýðræðislegan grundvöll, þ.e. að allt vald komi frá þjóðinni, og að valdhafar svari til ábyrgðar gagnvart kjósendum.

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að tryggja að grunnstefna hans sjáist í daglegri framkvæmd stjórnmálanna, en ekki bara sem orð á blaði. Öfugsnúin nútímamenning hefur orðið til þess að stjórnmálaumræða hefur ranghverfst: Kjarnagildum hefur verið ýtt til hliðar en jaðarsjónarmið gerð miðlæg. Þögn og meðvirkni hefur grafið um sig innan flokkanna og stjórnkerfisins eins og krabbamein. Það er mikið að þegar lárétt skuldbinding milli kollega / embættismanna er farin að vega þyngra í framkvæmd en hin lóðrétta tenging milli embættismanna og borgara.

Hluti skýringarinnar: Við erum orðin að „aðildarríki“ í stað þess að vera þjóðríki. Við samþykktum vissulega að gerast aðilar í efnahagslegu samstarfi, en höfum ekki samþykkt að verða hluti af pólitísku samstarfi sem miðar að réttareiningu gagnvart ESB sem sambandsríki. 

Allt framangreint leggur Íslendingum skyldur á herðar. Okkur ber að axla ábyrgð á eigin nútíð og framtíð. Í því felst að við: 1. megum ekki framselja úr landi ákvörðunarréttinn um framtíð þjóðarinnar, landsins og ráðstöfun auðlindanna. 2. Hér getur ekki allt verið til sölu. Frjáls markaður er af hinu góða en má ekki verða algjörlega hömlulaus kredda sem veður yfir allt. Kreddan má t.d. ekki verða þjóðarhagsmunum yfirsterkari.

Innri markaðurinn er ekki heilagri en aðrir markaðir og sjálfstæðið má ekki leggja á fórnaraltari hans. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband