Tillaga fyrir flokkráðsfund nk. laugardag

Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður nk. laugardag, 26. ágúst, mun ég f.h. Félags Sjálfstæðismanna um fullveldismál (FSF) leggja fram tillögu til ályktunar sem hljómar svo:

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hvetur utanríkisráðherra til að draga til baka frumvarp til laga um breytingar á lögum um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 (bókun 35).

Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um fullveldi Íslands og frelsi þjóðarinnar til að setja sín eigin lög án ytri þvingunar.    

Með þessu er markmiðið ekki að skemma ,,góða stemningu" á fundinum heldur að minna á nauðsyn þess að Sjálfstæðismenn standi vörð um grunngildi og stefnuskrá flokksins með lýðræði, frelsi og fullveldi Íslands að leiðarljósi.

Sjálfstæðisflokkurinn má ekki umbreytast í gervi-flokk, sem segir eitt en gerir annað. Ræða okkar ,,skal vera: já, já; nei, nei; en það sem er umfram þetta, er af hinu vonda". Við eigum ekki að láta hópþrýsting hefta hugsun okkar og málfrelsi. Tjáningarfrelsið er kjarni alls frelsis. Ef við viljum búa við lýðræðislegt stjórnarfar verðum við að vera reiðubúin til að taka þátt í vörn þess og viðhaldi, gegn öllum þöggunar- og hjarðhugsunarkröfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband