Verkin tala

Í grein þing­flokks­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, Óla Björns Kára­son­ar, í Morg­un­blaðinu 23. ág­úst, er und­ir­strikað að sjálf­stæðis­fólk verði að „skynja að í rík­is­stjórn séu þing­menn og ráðherr­ar trú­ir grunn­hug­sjón­um“. Í grein­inni fjall­ar Óli Björn um hug­sjón­ir sjálf­stæðis­stefn­unn­ar, sem m.a. ver frelsi fólks til sjálf­stæðrar hugs­un­ar og sjálf­stæðrar tján­ing­ar, sem mark­ar grunn­inn fyr­ir „hrein­skiptn­ar umræður, fjöl­breytt­ar skoðanir og rök­ræður“. Í þess­um anda er ástæða til að minna á það, í aðdrag­anda flokks­ráðsfund­ar nk. laug­ar­dag, að mark­mið Sjálf­stæðis­flokks­ins er að verja frelsi ein­stak­lings­ins og frelsi þjóðar­inn­ar – til sjálfs­ákvörðun­ar­rétt­ar og að standa gegn hvers kyns ytri þrýst­ingi, þving­un­um, ásælni og ágengni.

Með vís­an til framan­ritaðs og þess sem fram kem­ur í grein Óla Björns hvet ég flokks­ráðsmenn til að kalla eft­ir því að kjörn­ir full­trú­ar þeirra sýni í verki að þeir séu trú­ir grunn­hug­sjón­um Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hyggj­ast þing­menn og ráðherr­ar standa gegn hug­mynd­um for­sæt­is­ráðherra um tak­mörk­un á tján­ing­ar­frels­inu, sbr. þings­álykt­un­ar­til­lögu um „aðgerðaáætl­un gegn hat­ursorðræðu fyr­ir árin 2023-2026“?

Ætla þing­menn og ráðherr­ar að standa vörð um sjálf­stæðis- og frels­is­hug­sjón flokks­ins í umræðum um ný sótt­varna­lög? Er frum­varp ut­an­rík­is­ráðherra um bók­un 35 í sam­ræmi við þá grund­vall­ar­hug­sjón Sjálf­stæðis­flokks­ins að lög­in eigi sér lýðræðis­lega rót?

Traust grund­vall­ast á því sem menn sýna í verki, en skrum gref­ur und­an trausti. Ef flokks­ráðsfund­ur­inn á að skila ár­angri þarf þar að eiga sér stað kraft­mik­il umræða, ekki orðagjálf­ur, um sjálf­stæðis­stefn­una í fram­kvæmd. Þar verða kjörn­ir full­trú­ar að sann­færa fund­ar­menn um það að þeir séu í reynd „trú­ir grunn­hug­sjón­um“ og að hug­ur fylgi máli þegar vísað er til þeirra í ræðum og grein­um.

[Birt í Morgunblaðinu 25.8.2023]

Mbl250823


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband