Hvaðan stafar mesta ógnin?

Á forsíðu Moggans í dag kemur fram að íslenskir háskólar hafi stofnað vinnuhóp til að bregðast við notkun spjallmenna og annarrar gervigreindar á háskólastigi. Fulltrúar skólanna hafi komið saman í síðustu viku til að greina tækifæri og hættur sem þessari tækni fylgja. Sérstaklega er í fréttinni vísað til þess að ,,raunþekking" sé aldrei mikilvægari en nú „þegar sérhagsmunaaðilar dæli efni inn á netið til að auka líkur á að spjallmenni nýti sér það.“  

Þetta er gott og blessað, en hafa fulltrúar skólanna komið saman til að greina hættur af vöntun á mannlegri greind, skorti á gagnrýninni hugsun og hjarðhugsun nú þegar sérhagsmunaaðilar dæla efni inn á netið til að auka líkur á að fræðimenn nýti sér það?

Síðustu misseri hafa afhjúpað að hin frjálsa samfélagsgerð býr við viðvarandi tækniógn. Þetta birtist m.a. í því hvernig stjórnvöld afhentu „sérfræðingum“ valdataumana, hvernig áróðursvélar voru ræstar í nafni „vísinda“, hvernig ritskoðun var beitt í þágu alþjóðlegra stórfyrirtækja (lesist: lyfjarisa), hvernig vísindaleg rökræða var kæfð niður, hvernig efasemdamenn voru rægðir opinberlega og hvernig lögmæt mótæli voru barin niður með valdi víða um heim.

Í framangreindu ljósi væri ráðlegt að efla gagnrýna hugsun í skólakerfinu öllu. Þar þarf að leggja áherslu á að menn trúi ekki sérfræðingum í blindni, samþykki ekki allt fyrirvaralaust sem heyrist í fréttum og beini ekki vægðarlausri grimmd og dómhörku að þeim sem vilja horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni.

Mannlegu frelsi stafar meiri hætta frá okkur sjálfum en ytri ógnum. Við erum okkar verstu óvinir. Tilhneiging okkar til hjarðhugsunar rænir okkur dómgreind, skynsemi og yfirvegun. Þessir mannlegu veikleikar hafa í sögulegu samhengi leitt verri hamfarir yfir okkur en nokkrar náttúruhamfarir hafa gert.


mbl.is Vinnuhópur bregst við notkun gervigreindar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband